Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hver er þjóðaríþrótt Argentínumanna?

Þjóðaríþrótt Argentínumanna er hestaíþróttin pató, á íslensku önd. Markmið keppninnar er að ná „öndinni“, bolta með sex handföngum á, og kasta henni í mark andstæðingsins. Markið er lóðréttur hringur sem minnir á körfuboltahring. Í hvoru liði eru fjórir knapar sem vinna saman að því að koma boltaunum í netið. Í l...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?

Já, við röntgenmyndatöku eru notaðir röntgengeislar sem geta smogið gegnum mannslíkamann og raunar ýmislegt fleira. Sú staðreynd að þeir smjúga misjafnlega vel í gegnum efni er einmitt ástæðan fyrir því að til verður mynd. Röntgenmynd sýnir mynstur sem orðið er til í röntgengeisla þegar hann hefur ferðast í gegnum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær komst sá siður á að tala dönsku á sunnudögum? Var danskan staðbundin eða töluð út um allt land? Hvenær leið það undir lok? Það var aldrei almennur siður að danska væri töluð um allt land. Helst brá dönsku fyrir á verslunarstöðunum þar sem danskra ka...

category-iconJarðvísindi

Hversu kaldir eru jöklar?

Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið sagt mér eitthvað um stjörnumerkið Litlabjörn?

Litlibjörn (lat. Ursa Minor) er stjörnumerki við norðurpól himins, fremur dauft og lítt áberandi. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos skrásetti á 2. öld e.Kr. Litlibjörn er pólhverft stjörnumerki frá Íslandi séð sem þýðir að það er alltaf fyrir ofan sjóndeildarhring. Í ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er aðeins hægt að rispa demanta með öðrum demöntum?

Við höfum eflaust öll tekið eftir því að sum efni rispast auðveldlega meðan önnur efni þola meira. Þegar tveimur föstum efnum með mismunandi hörku er nuddað saman rispast efnið sem er mýkra. Ekki er alltaf augljóst hvort efnið er harðara fyrr en á reynir. Fullkominn demantur er harðasta náttúrulega efnið sem um ge...

category-iconVeðurfræði

Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Í hvaða hæð frá jörðu er vindhraði mældur? Skiptir máli í hvaða hæð hann er mældur? Vindhraði er að jafnaði mældur í 10 metra hæð yfir jörðu og er það í samræmi við reglur Alþjóðaveðurfræðistofnunar Sameinuðu þjóðanna. Það kostar töluvert að koma vindhraðamæli upp í 10 metra h...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?

Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga. Makemake er lítil dver...

category-iconJarðvísindi

Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?

Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?

Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...

category-iconJarðvísindi

Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?

Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...

category-iconStærðfræði

Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?

Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...

category-iconNæringarfræði

Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?

Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...

Fleiri niðurstöður