Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1129 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér? Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið g...

category-iconVeðurfræði

Hver er staða ósonlagsins í dag?

Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru þekkt dæmi um aðra íslenska fjöldamorðingja en Axlar-Björn?

Einnig var spurt: Er eitthvað sannleikskorn í sögum af Kjósarmorðingjanum? Til sanns vegar má færa að Björn Pétursson, öðru nafni Axlar-Björn – sem var líflátinn árið 1596 – sé eini Íslendingurinn sem getur staðið undir því nafni að teljast vera fjöldamorðingi eða raðmorðingi. Í þekktustu morðmálum Íslandss...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu marga drap fjöldamorðinginn Axlar-Björn í raun og veru?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Átti kona Axlar-Bjarnar einhvern þátt í morðum eiginmanns síns? Stutta svarið Seint verður með óyggjandi hætti komist að því hversu mörg fórnarlömb Axlar-Bjarnar voru og illu heilli er það nú svo að í margbrotinni umfjöllun um hann er einatt blandað saman því...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?

Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...

category-iconOrkumál

Hvað er sjálfbær orkunýting?

Orðið „sjálfbær“ er þarna notað í svipaðri merkingu og þegar talað er um „sjálfbæra þróun“, sjá prýðilegt svar Ólafs Páls Jónssonar um það efni: Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? Hér verður hins vegar rætt sérstaklega um nýtingu orkunnar eftir orkulindum. Jarðefnaeldsneyti Orkunýting mannkynsins á síðustu öldu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?

Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð?

Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stöðurafmagn?

Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vitað um grænlandshákarlinn?

Grænlandshákarlinn (Somniosus microcephalus) er eina tegund hákarla í heiminum sem dvelst allt sitt líf í köldum heimskautasjó Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Hann heldur sig yfirleitt á talsverðu dýpi þar sem sjávarhitinn er á bilinu 2-7° C. Grænlandshákarlinn finnst allt frá Svalbarða, Bjarnareyju og Hvítah...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða orð rímar við „Elín“?

Til er sérstök íslensk rímorðabók sem er til dæmis til í mörgum skólabókasöfnum. Í Gegni eru meðal annars eftirfarandi upplýsingar um hana:Eiríkur Rögnvaldsson 1955. Íslensk rímorðabók. Reykjavík: Iðunn, 1989. 271 s.Hugmyndir um rímorð má fá einnig fá með rímorðaleit Elíasar Halldórs Ágústssonar á Reiknistofnun. A...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?

Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...

Fleiri niðurstöður