Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1531 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...

category-iconBókmenntir og listir

Finnast þjóðsögur í öllum löndum?

Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?

Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um stirna?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart. Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta...

category-iconJarðvísindi

Hvað geturðu sagt mér um gosið í Holuhrauni veturinn 2014-2015?

Eldgosið sem myndaði Holuhraun 2014-2015 varð í eldstöðvarkerfi sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn. Það er eitt stærsta eldstöðvakerfi landsins, um 190 km langt og 25 km þar sem það er breiðast. Kerfið er að hluta undir norðvestanverðum Vatnajökli og tvær stórar megineldstöðvar tilheyra því. Þær kallast Bár...

category-iconHeimspeki

Hvað er kínversk lífsspeki?

Ekki er fyllilega ljóst hvers kyns svar er hægt að gefa við þessari spurningu. Við hvað er til dæmis átt við með hugtakinu „lífsspeki“? Er það einhvers konar samþjöppuð viska sem unnt er að tjá í örfáum orðum? Er þá gert ráð fyrir því að til sé einhver ein kínversk lífsspeki, líkt og svarið „42“ sem gefið var við ...

category-iconBókmenntir og listir

Er 666 tala djöfulsins?

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...

category-iconJarðvísindi

Hvað er óbrennishólmi og hvernig myndast hann þegar hraun rennur?

Upprunalegu spurningarnar voru: Góðan dag. Hvað er óbrynnishólmi? Er ekki til skilgreining á því? Hvað er átt við að í eldgosi geti myndast „óbrynnishólmi“? Hvað er óbrynnishólmi eða óbrennishólmi. Fyrirfram takk :) Í fréttum kom nýlega fram að myndast gæti óbrynnis- eða óbrennishólmi milli hraunfarvega í g...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bókmenntaþýðingar eru til eftir Sveinbjörn Egilsson?

Sveinbjörn Egilsson er hvað frægastur fyrir þýðingar sínar á Ilíonskviðu og Odysseifskviðu Hómers – hina fyrrnefndu þýddi hann bæði í bundnu og óbundnu máli – en þetta var engan veginn eina framlag hans til íslenskra þýðinga á forngrískum verkum. Hann þýddi einnig: Nokkur lýrísk kvæði eftir Saffó, Anakreon, Þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru gellur og af hverju notum við þetta heiti yfir fiskmeti?

Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók[1] hefur orðið gella tvær merkingar, annars vegar kynþokkafull ung kona og hins vegar vöðvi í fiskhaus, notaður til matar. Guðrún Kvaran hefur fjallað um fyrrnefndu gelluna í svari við spurningunni Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur? Í þessu sva...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?

Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...

Fleiri niðurstöður