Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2131 svör fundust
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Af hverju hafa silfur og gull efnatáknin Ag og Au?
Efnatákn frumefnanna silfurs og gulls má rekja til latneskra heita þeirra. Silfur (e. silver) heitir „argentum“ á latínu og efnatáknið Ag er því samsett úr fyrsta og þriðja stafnum í orðinu. Silfur er hvítur málmur með mikinn gljáa ef hann er vel fægður. Latneskt heiti silfurs er einmitt dregið af útlitseiginleiku...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...
Hver er munurinn á ávarpsorðunum frú, maddama, fröken, jómfrú?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hverjir voru helstu ávarpstitlar kvenna á 19. öld? Hver var munurinn á frú, maddömu, fröken, jómfrú o.s.frv.? Orðið maddama sem ávarpsorð er fyrst farið að nota í byrjun 18. aldar. Var það notað til að tala um eða ávarpa biskupsfrú, prestsfrú, kaupmannsfrú eða aðrar konur sem s...
Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?
Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...
Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?
Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...
Hvernig er maður í "essinu sínu"?
Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld. Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være ...
Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006). Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dön...
Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?
Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...
Hvernig eru skekkjumörk í skoðanakönnunum reiknuð út?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að finna skekkjumörk (t.d. hjá fylgi stjórnmálaflokka í könnunum)? Þegar við sjáum niðurstöður úr spurningakönnunum þar sem fylgi stjórnmálaflokka er metið, þá eru þær byggðar á svörum hóps fólks sem við köllum úrtak. En hvernig getur úrtak endurspeglað...
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...