Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5225 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

category-iconStjórnmálafræði

Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu?

Þótt stór ríki hafi yfirburði á flestum sviðum í alþjóðasamfélaginu geta smáríki eigi að síður haft áhrif. Smáríki verða hins vegar að beita öðrum leiðum en stór ríki til áhrifa. Almennt til einföldunar má segja að í alþjóðasamfélaginu séu þrjár leiðir til að hafa áhrif á stefnur ríkja og alþjóðastofnana: Beita of...

category-iconHeimspeki

Hver var Aristóteles?

Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...

category-iconHagfræði

Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?

Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jörðin þykk?

Snúningur jarðar veldur því að hún er ekki nákvæmlega kúlulaga heldur er fjarlægðin frá miðju og út að miðbaug meiri en fjarlægðin frá miðju og út að pólunum. Þetta veldur því að þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en þvermál milli pólanna er 12.713 km. Meðalþvermál er hins vegar 12.740 km. Hugsum okkur að ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?

Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?

Okkur er ekki kunnugt um að þetta orð sé notað í fræðilegu samhengi en hér á eftir er fjallað um orðið frá almennu málfræðilegu sjónarmiði. 'Krummaskuð' er upphaflega notað um eitthvað lítið og óverulegt og gat það verið næstum hvað sem var, hagldir, sylgjur, skór og fleira. Í seinni tíð hefur notkunin einkum b...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður hægt að sjá nýju alþjóðlegu geimstöðina frá Íslandi?

Spurningin í heild var þessi:Sagt er að nýja alþjóðlega geimstöðin verði bjartasti hluturinn á næturhimninum á eftir Tunglinu og stjörnunni Síríus. Verður hægt að sjá geimstöðina frá Íslandi? Bjartur hlutur langt frá jörð er í stórum dráttum ekki síður sýnilegur frá Íslandi en annars staðar á jörðinni. Hæð geimst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er eðlileg ævilengd katta?

Þegar talað er um eðlilega ævilengd katta (Felis catus eða Felis silvestris catus) er mikilvægt að gera greinarmun á villtum köttum og heimilisköttum. Eðlilegur líftími villikatta er aðeins um tvö til þrjú ár. Heimiliskettir ná hins vegar mun hærri aldri. Eðlilegt þykir að þeir verði 14 ára gamlir en mörg dæmi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að maður fái straum úr álum?

Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öð...

category-iconJarðvísindi

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjar eru reglurnar í hneftafli?

Hneftafl eða hnefatafl er spil sem víkingar spiluðu á 11. og 12. öld. Til eru margar gerðir af hneftafli og leikborðin geta verið allt frá 7x7 reitir og upp í 19x19. Markmiðið er hins vegar alltaf það sama: Kóngurinn á að reyna að komast út í horn með hjálp hvítu liðsmanna sinna og svartir eiga að reyna að umkring...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerir maður ef hófar á hestum vaxa vitlaust?

Léleg hófhirða eða mistök við járningar eru helstu orsakir þess að hófar á hestum vaxa vitlaust. Misjafnt er þó hvað hófar eru efnisgóðir og fótstaða hrossanna hefur líka mikil áhrif á hófvöxtinn. Með sértækum járningum er oft hægt að leiðrétta vitlausan hófvöxt. Taka þarf mið af fótstöðu hestsins þegar hófuri...

category-iconLögfræði

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?

Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...

Fleiri niðurstöður