Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1693 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...

category-iconStjórnmálafræði

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur? Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar hundur er franskur bolabítur?

Franskur bolabítur er fremur lítill hundur, þéttur og vöðvamikill með stuttan og þykkan feld. Hann er gjarnan um eða innan við 30 cm á hæð, 11-13 kg að þyngd og getur orðið 10-12 ára gamall. Hann er mjög félagslyndur og líkar illa að vera skilinn eftir einn allan daginn. Franskur bolabítur hefur stundum verið kall...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?

Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjar voru meginstoðir kristins helgihalds á fyrstu öldum kristni á Íslandi?

Meginstoðir kristins helgihalds í landinu frá upphafi og fram á fyrstu áratugi 20. aldar voru sóknarkirkjurnar og heimilin. Þegar litið er yfir trúarlífið í landinu má því tala um kirkjuguðrækni og heimilisguðrækni.[1] Þannig hefur það líklega verið lengst af í kristnum heimi. Heimilin gegndu þó viðameira hlutver...

category-iconStærðfræði

Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?

Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Georg Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

Fleiri niðurstöður