Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1375 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga hvalir sér?

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hornsíli æt og þekkið þið eldunaraðferðir og uppskriftir?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru hornsíli æt? Ef svo, eru einhverjar þekktar eldunaraðferðir eða uppskriftir? Sent inn fyrir eina 8 ára. Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) eru sjálfsagt vel æt en eru þó fullsmá til þess að við getum flakað þau og nýtt vöðva þeirra líkt og gert er með ýsu, þorsk eða aðra stæ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...

category-iconLæknisfræði

Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?

Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um peléeísk og plínísk eldgos?

Eldgos eru flokkuð á ýmsa vegu. Einna algengast er að nota aðferð George P.L. Walker, en hann flokkaði eldgos í hawaiisk (basísk hraungos), stombólsk (sprengivirk hraungos), vúlkönsk (stopul sprengivirkni með eða án hraungúls) og plínísk (sem hafa verið nefnd þeytigos á íslensku). Einnig eru tveir flokkar þar sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Virkar silfur gegn örverum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...

category-iconLæknisfræði

Hvað hafa margir dáið úr fuglaflensunni nú?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er fuglaflensan nokkuð komin til Spánar? Á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er hægt að finna upplýsingar um hversu margir hafa greinst með fuglaflensu og hversu margir hafa látist. Nýjustu upplýsingarnar þar eru frá 24. mars 2006. Þá höfðu greinst 186 fuglafle...

category-iconHugvísindi

Hvers konar úln er í úlnliði?

Orðið úln virðist ekki koma fyrir eitt sér, aðeins í samsetningunni úlnliður og öðrum samsetningum með því orði eins og úlnliðsbrot. Ýmsar hliðarmyndir og framburðarmyndir eru til eins og úlliður, ungliður, únliður og úlfliður sem skýrast af því að menn hafa ekki fyllilega skilið orðhlutann úln. Ásgeir Blönda...

category-iconStærðfræði

Er hægt að teikna 19-hyrning með allar hliðar jafnlangar? Ef það er hægt, hvernig þá?

Hér að ofan má sjá mynd af 19-hyrningi sem hefur allar hliðar jafnlangar. Hann er teiknaður með því að búa til 19 jafnlöng strik og hafa jafnstórt horn milli hverra tveggja aðliggjandi strika. Engu máli skiptir hve margar hliðarnar (eða hornin) eru; það er alltaf hægt að teikna marghyrning sem hefur allar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?

Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...

category-iconLandafræði

Eru einhver fjöll á Bretlandi?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvert er hæsta fjall á Bretlandi? Fjöll eru ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í huga flestra þegar Bretland er nefnt á nafn, en þar eru þó vissulega bæði fjöll og fjallgarðar. Gróflega má skipta Bretlandi í hálendis- og láglendissvæði með því að draga línu frá ánni Ex...

category-iconLögfræði

Hvernig virkar tvöfaldur ríkisborgararéttur og hverjir geta fengið hann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Móeiðar:Er hægt að halda íslenskum ríkisborgararétti þótt maður búi í útlöndum að staðaldri?Það fer eftir löggjöf hvers ríkis hverjir eiga rétt á ríkisborgararétti í landinu. Í megindráttum er byggt á tveimur reglum við veitingu ríkisborgararéttar, annars vegar "jus solis"...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?

Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

Fleiri niðurstöður