Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 975 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?

Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef tvö svarthol mætast?

Þegar tvö svarthol mætast veltur það á brautum þeirra og massa hvort þau ná að sameinast. Stundum gerist það þegar eitt svarthol mætir öðru að annað svartholanna eða bæði þeytast í burtu frá staðnum þar sem þau mættust. Þegar tvö svarthol ná að renna saman myndast einfaldlega ennþá stærra svarthol. Þar sem þau...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig varð Pétursey til? Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts. Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó. Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey,...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?

Í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað? er bent á vefsíðuna Gardur.is. Þar er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Hægt er að finna upplýsingar um ...

category-iconJarðvísindi

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er ristill lengi að ganga yfir?

Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skrípó?

Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...

category-iconHugvísindi

Hvaða íþróttaverslun notaði vöruheitið „LH MÜLLER - Reykjavík“?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hver stofnaði verslun með íþróttavörur hérlendis og notaði nafnplötu á seldum vörum, til dæmis skíðum, sem á stóð: „LH MÜLLER - Reykjavík“?Þetta var einfaldlega Verslun L.H. Müllers en hann var kaupmaður, norskrar ættar, og hafði verslun sína að Austurstræti 17 í húsi sem var r...

category-iconHugvísindi

Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði?

Í þjóðfræði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands eru eftirfarandi tvö námskeið í boði, sem tengjast norrænni goðafræði: Norrænar goðsögur (5e) · H · 4F [ECTS: 10] Kennari: Prof. John Lindow, Fulbright lektor Fjallað verður um tilurð, tilgang, form og útbreiðslu goðsagna, og samband þeirra við helgisiði ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta mörgæsir lifað lengi?

Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heiti refsins?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...

Fleiri niðurstöður