Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3119 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Maður kastar bolta í stöng. Ef 10% líkur eru á að maðurinn hitti í einu kasti, hverjar eru þá líkurnar á því að hann hitti að minnsta kosti einu sinni í 10 köstum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að ég fái sexu ef ég kasta sex teningum? og Kastað er þrem teningum og maður fær að velja eina tölu. Hverjar eru líkurnar á að talan manns komi upp? Allar þessar spurningar eiga það sameiginlegt að við endurtökum einhverja tilraun í ákveðinn fjölda ...

category-iconNæringarfræði

Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er munurinn á köku með hvítum sykri og köku með döðlum, ef sykurinnihaldið er það sama? Er döðlukakan hollari? Hvernig lýsir það sér? Tekur líkaminn upp sykurinn á mismunandi hátt? Ég býst við að hér sé verið að bera saman annars vegar hefðbundna köku sem innih...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir. Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Væru regnbogar bein lína ef jörðin væri flöt?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju er regnbogi svona oft í akkúrat 180 gráðum? Form regnbogans ræðst af kúlulögun regndropa í loftinu og brotstuðli vatnsins. Brotstuðullinn segir til um hraða ljóssins í vatninu og stjórnar stefnubreytingu ljósgeisla sem fer úr lofti inn í vatnsdropann. Fyri...

category-iconStærðfræði

Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?

Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?

Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...

category-iconLífvísindi: almennt

Í hvað er hör notaður í dag og er hægt að rækta hann hér á landi? Hvað kemur mikið af honum af hverjum hektara?

Orðin lín og hör hafa nú svipaða merkingu og virðist engin hefð fyrir að gera greinarmun á þessum heitum. Orðið lín virðist þó hafa verið mun meira notað hér áður fyrr og sést það af örnefnum og fyrri skrifum um línræktun. Því er mælt með að nota orðið lín en ekki hör um umrædda plöntu. Á latínu heitir plantan Lin...

category-iconLæknisfræði

Hvenær hætta börn að stækka?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?

Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...

category-iconFöstudagssvar

Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?

Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er helmingunartími?

Hér verður einnig svarað spurningunni Hvað er hrörnunarstuðull? Stærðirnar helmingunartími (half-life) og hrörnunarstuðull eða sundrunarstuðul (decay constant) eru notaðar í tengslum við svokallaða veldishrörnun eða vísishrörnun (exponential decay). Veldisvöxtur kallast það þegar stærð vex á hraða sem er í...

category-iconStærðfræði

Til hvers notum við frumtölur?

Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað þarf listi mikið fylgi til að hljóta sæti í alþingiskosningum?

Þessi spurning er efnislega seinni hluti lengri spurningar sem hljóðaði svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Gagnlegt er fyrir lesandann að kynna sér fyrst svar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? Eins og í þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

Fleiri niðurstöður