Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 421 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið? Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um flóðsvín?

Lengi vel áttu fræðimenn erfitt með að trúa því að flóðsvín (Hydrochoerus hydrochaeris) væru nagdýr, enda eru þau um 60 cm á herðakamb og vega um 50 kg. Fyrst í stað vildu þeir flokka þau í sömu ætt og fíla en eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir virtust þau líkjast villinaggrísum í Suður-Ameríku og þess vegna se...

category-iconVísindi almennt

Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?

Flestir sem læra að tefla lenda einhvern tímann í því að andstæðingurinn (sem þá er augljóslega búinn að læra meira) framkvæmir furðulegt bragð þegar framsækið peð hans drepur á einkennilega hátt aðalpeðið á miðborðinu. Þetta getur verið sár lífsreynsla þegar búið er að leika peðinu tvo reiti fram og koma því í ák...

category-iconUnga fólkið svarar

Geta mýs stokkið og - ef svo er - hversu hátt?

Já, mýs geta stokkið. Húsamús getur stokkið um 30 cm. Hún getur hlaupið níu metra upp vegg og stokkið niður 2,4 metra án þess að meiða sig. Húsamýs eru um 5-8 cm langar fyrir utan skottið og þær vega um 15-25 g. Húsamús líkist hagamúsinni en er minni og hefur lengra skott. Húsamús getur troðið sér í gegnum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kolkrabbar étið menn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað geta kolkrabbar orðið stórir? Geta þeir étið menn?Í mörgum þekktum ævintýramyndum eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráðast á heilu skipin og kippa þeim niður í hafdjúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (20,000 Leagues Under the Sea, 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hjarta búrhvals þungt?

Búrhvalir (Physeter macrocephalus) vega á bilinu 20-50 tonn og eru 8-20 metrar á lengd. Svona stórar skepnur þurfa að hafa geysistórt og kröftugt hjarta til að dæla blóðinu um líkama dýrsins. Meðalþyngd búrhvalshjarta er um 125 kg eða svipað og lyftingamaður sem keppir í yfirþungavigt. Þetta er þó ekki mikið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?

Spurningin í heild var: Er mælieiningin "mörk" sem er notuð við að vega nýbura séríslensk? Hvaðan er þessi mælieining upprunnin og hvernig stendur á "nafni" hennar? Orðið mörk er eitt af erfðaorðunum, það er það hefur verið til í málinu allt frá landnámsöld sem verð- og mælieining. Í færeysku er til orðið mørk o...

category-iconEfnafræði

Hvað eru jónir og hvað gera þær?

Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Leiðir vatn rafmagn vel?

Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?

María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarns...

category-iconNæringarfræði

Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?

Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...

category-iconJarðvísindi

Hvað er basalt?

Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?

Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...

Fleiri niðurstöður