Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4922 svör fundust
Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...
Hvað er skák?
Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...
Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?
Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...
Er hægt að endurlífga loðfílinn?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Er hægt að einrækta útdauð dýr? eftir Magnús Jóhannsson. Þar kemur fram að fræðilega er mögulegt að skapa lífveru úr erfðaefninu einu saman. Þetta byggist á því að allt erfðaefni hvers einstaklings er að finna í hverri einustu frumu líkamans. Í svarinu segir einnig...
Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?
Í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað? er bent á vefsíðuna Gardur.is. Þar er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Hægt er að finna upplýsingar um ...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?
Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...
Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Vafalaust myndu einhverjir líta á heimspekinginn Sókrates (470-399 f.Kr.) sem ónytjung væri hann uppi í dag, enda gerðu það margir fyrir 2400 árum í Grikklandi. Okkur er ekki kunnugt um að hvítskeggjaður öldungur hafi sést nýlega í hvítum kyrtli og sandölum, sprangandi um Ingólfstorg, umkringdur ungum mönnum með b...
Hverjir áttu mestan þátt í söfnun þjóðsagna á Íslandi?
Líta má á þetta svar sem framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru þjóðsögur og hverjir söfnuðu þeim fyrst hér á landi? Gagnlegt gæti verið fyrir lesendur að kynna sér það áður en lengra er haldið. Söfnun þjóðfræða á 19. öldMeð rómantík 19. aldar verður skráning þjóðlegs fróðleiks úr munnlegri gey...
Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?
Staðlar: GNP og HDI Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi ...
Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?
Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ er vel þekkt en það var almenn trú manna að hafið, þetta gríðarlega flæmi sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, gæti endalaust tekið við úrgangi okkar mannfólksins. Nú þegar mannkynið er komið yfir 6,3 milljarða og óhugnanlegt magn af úrgangi og spilliefnum berst á hverjum de...
Af hverju verður fólk stressað?
Orsakir streitu geta verið margvíslegar. Hægt er að fá fram streituviðbrögð hjá tilraunadýrum með áreitum á borð við kulda, hávaða, hormón, raflost og sýkla. Einnig hafa mun flóknari streituvaldar verið rannsakaðir, til dæmis áhrif breytinga og áfalla á heilsufar, tengsl mataræðis og streitu, áhrif mengunar, búset...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...
Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?
Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...
Hvað er pósitífismi?
Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...