Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1948 svör fundust
Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?
Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til ...
Gæti einhver íslenskur fugl drepið mann?
Í íslenskri náttúru eru engin lífshættuleg dýr líkt og í náttúru margra annarra landa. Sum dýr hér á landi sýna þó mikla árásarhneigð við ákveðnar kringumstæður, til dæmis þegar fólk fer of nærri hreiðrum þeirra eða búi. Einhverjir hafa eflaust lent í árásum geitunga á sumrin. Nokkrar fuglategundir vernda hreið...
Hver er munurinn á herlögum og neyðarlögum?
Þessi hugtök eru ekki mjög nákvæmlega afmörkuð en á þeim er þó ákveðinn munur. Þegar herlögum er beitt tekur herlið viðkomandi þjóðar að miklu eða öllu leyti yfir starfsemi hefðbundinna stjórnvalda og fær mikil völd í hendur. Herlögum er yfirleitt beitt í tengslum við átök, hvort sem er innanlands eða við aðrar þj...
Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?
Því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenska þýðingu á orðinu freemartin en það er notað um vanþroskaðan og oftast ófrjóan kvígukálf sem er tvíburi við nautkálf. Kvígan er bæði erfðafræðilega og líkamlega kvenkyns en getur haft ýmis karlkyns einkenni. Ófrjósemi kvígunnar kemur til strax í móðurkviði og er afleiði...
Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?
Það eru engin skilyrði í lögum sem þarf að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða samtök um tiltekin markmið eða hugsjónir. Þannig þarf til að mynda ekki leyfi frá stjórnvöldum til að stofna stjórnmálaflokk eða samtök – þau verða til við það eitt að hópur eins...
Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?
Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...
Hvað er listería og hver eru einkennin af sýkingu?
Listeria monocytogenes er baktería sem er víða í náttúrunni og finnst hjá fjölda dýrategunda. Hérlendis hefur hún verið til vandræða í sauðfé vegna fósturláts hjá kindum. Til eru 13 tegundir Listeria en einungis Listeria monocytogenes er sjúkdómsvaldandi í mönnum. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. L...
Hvaða munur er á leysiljósi og öðru ljósi?
Munurinn á leysiljósi og ljósi algengra ljósgjafa til dæmis sólar, kertis, ljósaperu, ljóspípu eða ljóstvists (e. LED) er sá, að bylgjulengd (eða sveiflutíðni) ljóss leysisins takmarkast við örþröngt bil í rófi rafsegulbylgna, en ljós hinna ljósgjafanna dreifist þar yfir umfangsmikið svæði. Ljós leysis er þess ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...
Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?
Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...
Hver er uppruni nafnsins á gyðingakökum, þessum ómissandi smákökum á jólaborðið?
Gyðingakökur eru kringlóttar smákökur úr ljósu deigi með söxuðum möndlum og perlusykri ofan á. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldardóttur segir um nafnið á kökunum: þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmö...
Hvað er eldský?
Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...
Gætu mörgæsir lifað í íslenskri náttúru?
Upprunalega spurningin var: Myndu mörgæsir geta lifað af í íslenskri náttúru ef þær yrðu fluttar inn? Mörgæsir (Spheniscidae) finnast ekki aðeins á ísbreiðunum á og við Suðurskautslandið heldur lifa nokkrar tegundir á tempruðum svæðum, svo sem meðfram ströndum Suður-Ameríku og í Afríku allt norður til Angóla. Þ...
Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög? Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga ...