Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSálfræði

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun. Algengur misskilningur er að sálfræði sn...

category-iconSálfræði

Hvert er íslenska orðið yfir cingulate gyrus og eru til íslensk heiti yfir öll þessi svæði í heilanum?

Mannsheilinn er alsettur krumpum og slíkar heilakrumpur kallast fellingar eða gárar (ft. gyri, et. gyrus). Eins og nafnið bendir til er cingulate gyrus felling eða gári og liggur eins og gjörð utan um hvelatengslin (corpus callosum), taugabrautina sem tengir saman vinstra og hægra heilahvel. Á íslensku kallast cin...

category-iconFöstudagssvar

Eruð þið heimskir?

Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?

Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...

category-iconFornfræði

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?

Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...

category-iconVeðurfræði

Mundi vindakerfi jarðar breytast mikið við það að jörðin væri fullkomlega hnöttótt?

Vindar á jörðinni stafa af mismuni í loftþrýstingi sem er til kominn af mismun í hitun loftsins milli svæða. Þættir á borð við snúning jarðar, viðnám við jörð og fasaskipti vatns hafa svo einnig áhrif á hvernig vindar blása. Þótt jörðin væri fullkomlega hnöttótt, þannig að öll fjöll væru jöfnuð út og ummál jar...

category-iconLæknisfræði

Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjir eru vinir og óvinir ljónsins?

Sjálfsagt má skipta óvinum ljónsins (Panthera leo) í tvo flokka. Þau dýr sem keppa við það um fæðu og þau sem drepa ljón. Í Afríku er blettahýenan (Crocuta crocuta) í raun eina dýrið sem keppir við ljón um veiðidýr. Blettahýenur geta verið í stórum hópum, allt upp í 30 dýr, og geta hrakið ljón frá nýfelldri veiðib...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er helmingunartími?

Hér verður einnig svarað spurningunni Hvað er hrörnunarstuðull? Stærðirnar helmingunartími (half-life) og hrörnunarstuðull eða sundrunarstuðul (decay constant) eru notaðar í tengslum við svokallaða veldishrörnun eða vísishrörnun (exponential decay). Veldisvöxtur kallast það þegar stærð vex á hraða sem er í...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?

Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?

Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...

category-iconVísindi almennt

Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?

Menn vita ekki hver bjó fyrstur til púsluspil, né heldur hvaða ár það var, enda yrði líklega erfitt að skilgreina það. Hins vegar má rekja uppruna púsluspila til Englands á nítjándu öld. Þau voru í fyrstu ætluð sem kennslutæki, einkum við landafræðikennslu. Síðar voru þau einnig notuð við kennslu í sögu, lestri, o...

Fleiri niðurstöður