Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2217 svör fundust
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Hvaða hlutverk hefur gallblaðran og hvaða áhrif hefur það á líkamann ef hún er tekin?
Til að skilja starfsemi gallblöðru er nauðsynlegt að vita hvert hlutverk galls er í meltingu fæðunnar. Gallið myndast í lifrinni og mikilvægasti hluti þess eru gallsölt, sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Gallsaltasameindin er samsett úr stórum óhlöðnum sterakjarna og nokkrum hliðarkeðjum sem tengjast k...
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?
Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...
Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?
"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!" ("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!") (úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare) Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í...
Er viturlegt að fjárfesta í evrum?
Spurningu eins og þessari verður að sjálfsögðu ekki svarað með já-i eða nei-i. Svarið fer meðal annars eftir markmiðum fjárfestisins, aðstæðum hans og kunnáttu. Þegar fjárfestingin er veruleg er fólki eindregið ráðlagt að fylgjast vel með gangi mála kringum þann miðil sem valinn er. *** Sá sem ætlar að leggj...
Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?
Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...
Hver er árásargjarnastur hunda?
Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...
Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn?
Spyrjandi á væntanlega við hvenær menn fóru að notfæra sér eldinn. Frá örófi alda hefur mannkynið þekkt eldinn. Eldgos hafa kveikt í hlutum, skógareldar hafa geisað, eldingar kveikt í trjám og runnum og jafnvel orðið fólki að bana. Allt þetta hefur manneskjan séð og reynt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsvið...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?
Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...
Hvernig er krabbamein læknað?
Sú var tíðin að litið var á krabbamein sem ólæknandi sjúkdóm og vissulega var það rétt. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum þremur áratugum eða svo. Nú eru ýmsar tegundir krabbameina læknanlegar og viðhorfin orðin önnur, og orðalag spurningarinnar er raunar ánægjulegur vitnisburður um það. Fyrir nokk...
Hvort mæla vogir massa eða þyngd og hvernig kemur aðdráttarafl jarðar við sögu á baðvog?
Þessu hefur í rauninni verið svarað að mestu í einu af allra fyrstu svörunum sem birt voru á Vísindavefnum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson. Við skulum þó reyna að gera enn betur hér og koma þá beint að efninu. Vogir mæla ýmist massa hluta eða þyngd. V...
Er eitthvað sérstakt við Pólstjörnuna?
Pólstjarnan er venjuleg stjarna af 2. birtustigi og er hún því ekki bjartasta stjarna himinsins. Hún er engu að síður bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Litla-Birni og er fræðiheitið því Alfa Ursae Minoris. Eldra erlent heiti Pólstjörnunnar er Cynosaura og hún er oft kölluuð leiðarstjarna í gömlum íslenskum ritum...
Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...