Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4348 svör fundust
Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?
Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...
Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?
Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...
Hreyfast báðir endar á hlut á sama tíma þegar ýtt er á annan hvorn endann?
Nei, boðin þurfa að berast til hins endans á hlutnum. Við vitum að afstæðiskenning Einsteins segir að engin boð berist hraðar en með ljóshraðanum. En það er allt annað sem veldur hér mestu um takmörkun boðhraðans, jafnvel þótt hluturinn virðist harður viðkomu. Allt þéttefni er gert úr atómum sem oft er haldið ...
Hver fann upp fyrsta vélmennið?
Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...
Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?
Spurningin hljóðar í heild sinni:Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland? Ég hef heyrt að hann hafi elt uppi litla báta og ráðist á þá. Stökkullinn (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphin) er ein algengasta tegundin af ætt höfrunga (Delphinidae) hér við land. Náttúruleg heimkynni hans eru í hitabe...
Hvaðan kemur nafnið Istanbúl og hvað þýðir það?
Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og var áður höfuðborg landsins. Nú er Ankara höfuðborgin. Borgin hét fyrst Býsans en það er hugsanlega dregið af nafni Býsas sem var leiðtogi Grikkja frá Megöru og átti samkvæmt fornum sögnum að hafa stofnað borgina um 657 f. Kr. Frá árinu 330 e. Kr. til 1930 nefndist borgin ...
Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?
Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu. Forseti Íslands kveður 4 me...
Hvað þýðir orðið nörd?
Merking orðsins nörd (eða njörður/nörður) er nokkuð á reiki. Stundum hefur það verið notað í niðrandi merkingu um hallærislegt fólk sem kýs tæki og tól umfram mannleg samskipti. 'Nördar' eiga því ýmislegt sameiginlegt með bæði 'lúðum' og 'proffum', en þykja oft gáfaðri en lúðarnir og ef til vill hallærislegri en p...
Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...
Hvað er frelsisstyttan í New York há?
Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...
Eru til síams-kindur?
Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...
Af hverju eru vísindamenn og læknar oft í hvítum sloppum?
Nákvæmlega hvenær og hvernig sú hefð komst á að vísindamenn, og þá sérstaklega þeir sem vinna á tilraunastofum, klæðist hvítum sloppum er ekki fullljóst en vissulega hefur slíkur klæðnaður ýmsa kosti. Hann ver annan fatnað fyrir efnum og óhreinindum og hann er eins konar einkennisbúningur eða stöðutákn sem aðgrei...
Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?
Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...
Hvað merkir orðið Evrópa?
Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...
Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?
Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algeng...