Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2518 svör fundust
Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?
Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...
Hver fann upp símann?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...
Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...
Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?
Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...
Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?
Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...
Hversu algengt er að höfundar drepi aðalpersónurnar í frægum bókum eða bókaröðum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Í frægum bókum eða bókaseríum hvað er hátt hlutfallið á því að höfundarnir drepi aðalpersónurnar?Svarið sem hér birtist er ekki vísindaleg könnun á því hvort algengt sé að aðalhetjur í bókaseríum séu drepnar heldur eru þetta fremur vangaveltur um efnið. Þegar höfundur lýkur ...
Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...
Hvað merkir orðið blóri?
Nafnorðið blórar var í eldra máli aðeins notað í fleirtölu í merkingunni 'ásökun, sakaráburður' og þannig er það gefið upp í orðabókum. Algengast er að það sé í nútímamáli notað í orðasambandinu að gera e-ð í blóra við e-n 'gera e-ð þannig að sök falli á annan'. Eintölumyndin blóri er eitthvað notuð í yngra máli, ...
Hvað er þetta Eski í Eskifirði?
Örnefni með Eski- eru ýmist kennd við eskigras, eða eski í merkingunni 'askja'. Stundum skiptast þessi orð á í örnefnum, samanber Eskihlíð og Öskjuhlíð eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni? Eskifjörður. Í lýsingu Hólmasóknar í Reyðar...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hver er uppruni orðasambandsins 'að hlaupa af sér hornin', ég finn það hvergi á Google?
Orðasambandið að hlaupa af sér hornin í merkingunni ‘stillast, læra af reynslunni’ er erlent að uppruna. Í dönsku er sambandið løbe/rende hornene af sig og í þýsku sich dir Hörner ablaufen/abstoβen/abrennen. Líkingin er upprunalega sótt í dýraríkið. Ungir hirtir og hreindýrstarfar þóttu róast mikið þegar þeir...
Af hverju beygist nafnið Sigurþór eins og Þórir en ekki Þór?
Mannsnafnið Þórir beygist á eftirfarandi hátt: Nefnifall: Þórir Þolfall: Þóri Þágufall: Þóri Eignarfall: Þóris Nöfnin Sigurþór og Þór beygjast þannig: Nefnifall: Sigu...
Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?
Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...
Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?
Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...