Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust
Þágufalli
Vísindavefnum krefst þess að algjöru jafnræði ríki meðal föllum landinu. Í fyrirmyndarríki framtíðinni skulu öllum föllum vera frjálsum undan forsetningum, mannasetningum og kennisetningum. Í framtíðinni verða engum þágufallssjúkum, nefnifallsveikum, þolfallssýktum eða eignarfallsstola. Öllum hafa fullum rétti ...
Eignarfalls
Vísindavefsins krefst þess að algjörs jafnræðis ríki meðal falla landsins. Í fyrirmyndarríkis framtíðarinnar skulu allra falla vera frjálsra undan forsetninga, mannasetninga og kennisetninga. Í framtíðarinnar verða engra þágufallssjúkra, nefnifallsveikra, þolfallssýktra eða eignarfallsstola. Allra hafa fulls ré...
Hvernig varð Ísland til?
Ísland hefur hlaðist upp við síendurtekin eldgos á nokkrum tugmilljónum ára. Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. Þannig er heitur reitur líka undir Hawaii-eyjum svo dæmi sé tekið. Ísland byrjaði að myndast fyr...
Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?
Kreatín er fæðubótaefni úr amínósýrum sem líkaminn framleiðir sjálfur en íþróttamenn nota gjarnan til að auka afköst sín, aðallega í kraftlyftingum eða sprettíþróttir. Í svari Steinars Aðalbjörnssonar við spurningunni Hvað er kreatín? segir: Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín ...
Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?
Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum...
Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint?
Ekki er til ein samræmd skilgreining á stjórnsýsluhugtakinu. Með stjórnsýslu er oftast átt við opinbera stjórnsýslu (e. public administration), sem í sinni víðustu merkingu felur einfaldlega í sér alla þá starfsemi sem lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu nær o...
Hvar eru eldfjöllin á Íslandi?
Á vefsíðunni almannavarnir.is er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar er meðal annars kort sem sýnir hraunrennsli á Íslandi frá lokum ísaldar. Dökkrauði liturinn sýnir hraun sem hafa runnið á síðustu 3000 árum en ljósrauði liturinn sýnir eldri hraun. Jöklarnir eru litaðir bláir. Kortið gefur góða mynd af...
Hversu oft andar maður á sólarhring?
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...
Hvaða ár urðu símar til?
Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...
Hver var Medúsa?
Medúsa eða Gorgó var ein þriggja systra, gorgónanna svonefndu, en hinar tvær voru þær Sþenó og Evrýale. Gorgónurnar voru hræðilegar á að líta, og var sagt að aðeins sjávarguðinn Póseidon væri óhræddur við þær. Medúsa hafði beittar tennur í ógurlegum skoltinum og á höfði hennar voru lifandi eitursnákar í stað h...
Hvaðan kemur orðið doðrantur sem stundum er notað um þykkar bækur?
Orðið doðrant 'stór og þykk bók' þekkist í málinu allt frá 18. öld. Það kemur meðal annars fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (AM 433 fol.). Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn frá 1734 og fram undir dánardægur Jóns 1779. Flettio...
Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla? - Myndband
Í tilefni af 900 ára afmæli Bologna-háskóla árið 1988 var gefin út yfirlýsing um siðferðilegar skyldur evrópskra háskóla, svokölluð Magna Charta Universitatum. Um átta hundruð háskólar hafa nú skuldbundið sig til að starfa samkvæmt henni og er Háskóli Íslands þar á meðal. Yfirlýsingin er í þremur hlutum sem fjalla...
Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?
Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis). Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkí...
Hvað er Montauk-skrímslið sem fannst í Bandaríkjunum?
Spyrjandi vísar hér til að sjóreknu hræi skolaði á land við Montauk-viðskiptahverfið í New York í júlí 2008. Þetta óhrjálega hræ minnti helst á einhvers konar ófreskju sem ekki á sér jarðneskan uppruna eða að minnsta kosti einhverja áður óþekkta tegund. Dýrið er fremur óárennilegt að sjá.Ýmsar sögur fóru á kreik ...
Hvað er kínín nákvæmlega?
Kínín er það sem nefnist lýtingur (e. alkaloid) á íslensku. Önnur orð yfir sama hugtak eru alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi. Í svari við spurningunni Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað? segir þetta um lýting:Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar ...