Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1744 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í há...
Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til ...
Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?
Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar...
Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...
Hver er helsta fæða laxa í hafinu?
Seiði atlantshafslaxins (Salmo salar) eru 2-4 ára þegar þau ganga í sjó. Í sjónum taka laxarnir út líkamsvöxt og þroskast en ganga síðan aftur upp í ár til að hrygna þegar þeir hafa náð kynþroska. Laxinn heldur til í efstu lögum sjávar og veiðir þær tegundir sem þar er að finna. Aðallega eru það stærri tegund...
Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Hvað er rottukóngur?
Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjald...
Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koltvíoxíð?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvers vegna er gott að rækta skóg til að losna við koldíoxíð? Hvað verður um dauðan skóg, en öll tré drepast eftir mislangan árafjölda. Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hver er munurinn á CO2 losun með því að brenna timbur (tré) eða láta það rotna ofan jarðar? Þ...
Eru leðurblökur skyldar músum?
Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa. Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 m...
Hvar í sjónum við Ísland lifa marglyttur?
Um 200 tegundir af marglyttum (Scyphozoa) eru þekktar. Líkt og á við um flestar tegundir hveldýra finnast marglyttur aðallega í efstu lögum sjávar þar sem þær berast með hafstraumum. Þó eru dæmi um tegundir sem lifa í djúpsjónum. Sex tegundir marglytta finnast við Ísland. Þrjár þeirra á lifa á grunnslóð, það e...
Af hverju fáum við ofnæmisviðbrögð þegar lúsmý stingur okkur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er í bitum lúsmýs og moskítóflugna sem veldur ofnæmisviðbrögðum? Hvað er um að ræða mikið (lítið) magn af vökva sem hver fluga gefur frá sér? Getur sama flugan bitið oft á sama tíma? og er algengt að fólk myndi ónæmi? Algengustu skordýr sem sjúga blóð úr spendýrum og fugl...
Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?
Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann ...
Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?
Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...
Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?
Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu?
Okkur kann að finnast að spegilsléttur sjávarflöturinn sé algjörlega láréttur. Meðalsjávarborð liggur hins vegar nærri því sem kallast jafnmættisflötur í þyngdarsviði jarðar. Oft er talað um jörðina eins og hún sé kúlulaga hnöttur, en hún er í raun sporvölulaga, aðeins breiðari um sig um miðbaug en pólana. Jafnmæ...