Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?
Til að geta lifað er ekki nóg að hjartað slái. Blóðið sem það dælir þarf einnig að innihalda nógu mikið súrefni til að næra vefi líkamans og hjartadælan þarf að vera nógu öflug til að dreifa blóði til allra vefja. Ef súrefni skortir í blóð til dæmis vegna lungnabjúgs getur það leitt til dauða og ef rof verður á st...
Hver var Janusz Korczak?
Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna ...
Af hverju eru sumir svanir hvítir en aðrir svartir?
Svartur litur á svönum, sem og öðrum fuglum og spendýrum, stafar af litarefninu melanín í fjöðrunum. Alhvítir svanir eru án þessa litarefnis í fiðrinu. Svanir teljast til andaættarinnar, en til andfugla teljast kringum 150 tegundir sem eru flestar dökkar yfirlitum. Alls eru þekktar 6 tegundir núlifandi sva...
Hver voru Bellerófon og Kímera?
Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar var...
Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...
Af hverju fær fólk bólur?
Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...
Hver er réttur barna til einkalífs, mega foreldrar til dæmis leita í herbergjum þeirra?
Í 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Í friðhelgi einkalífs felst fyrst og fremst réttur manns til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og til...
Af hverju er ekki veður á tunglinu eins og á jörðinni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni "Hvers vegna er ekkert loft á tunglinu?" frá Sölva Hrafni.Nokkur atriði falla undir það sem við köllum "veður". Þar á meðal eru vindur, hiti, raki og loftþrýstingur. Vindurinn er ekkert annað en loft á hreyfingu. Þegar við segjum að nú sé heitt í veðri erum við að vísa ...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Er hægt að efla hár sem er farið að þynnast með bætiefnum fyrir hárið sem fást í apótekum?
Hárið þynnist ekki vegna þess að það vanti einhver vítamín eða bætiefni nema um sé að ræða alvarlegan og langvarandi skort. Þess vegna er ekki við því að búast að hárkúrar örvi hárvöxtinn en þeir geta hugsanlega gert hárið fallegra. Í lyfjabúðum og víðar fæst aragrúi af bætiefnablöndum sem eiga að bæta og styr...
Hvernig verkar spegill sem speglar á annarri hliðinni en er gegnsær hinum megin séð?
Spyrjandi vísar í upphaflegri spurningu í yfirheyrsluherbergi í bíómyndum. Spegillinn sem lýst er í spurningunni er aðeins til í skáldsögum og kvikmyndum. Hins vegar má ná fram svipuðum skynhrifum með því að nota flöt sem speglar ljósgeislum að hluta en hleypir hinu í gegn, og hafa rökkvað öðru megin flatar en ...
Getur hvönn valdið uppblæstri?
Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...
Hvers vegna er táknið '&' notað fyrir 'og'?
Táknið '&' nefnist 'ampersand' á ensku. Við vitum hins vegar ekki til þess að það hafi fengið sérstakt heiti á íslensku, en ef til vill mætti nefna það 'og-merki'. Í ensku kemur það í staðinn fyrir orðið 'and' sem er einum staf lengra en íslenska orðið 'og', og þessi lengdarmunur kann að vera ein ástæðan til þes...
Hvað er kurteisi?
Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...