Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2293 svör fundust
Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?
Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...
Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?
Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...
Hvernig myndaðist Miklagljúfur og hvað er það gamalt um það bil?
Nýlegar rannsókinir (Science 2008) benda til þess að Miklagljúfur (Grand Canyon) í Bandaríkjunum hafi myndast á undangengnum 17 milljón árum við landris og rof Colorado-árinnar. Þær niðurstöður byggjast á aldursgreiningum kalkspats í hellum á mismundandi dýpi í gljúfrinu, en kalkspatið kristallaðist þegar árvatnið...
Er það rétt að tannskemmdir hafi ekki þekkst meðal Forngrikkja?
Nei, það er ekki rétt. Þótt ekki sé mikið rætt um tannpínu í þeim forngrísku textum sem varðveist hafa eru þó til orðin odontalgía, sem þýðir tannpína, og sögnin odontalgeo, sem þýðir að hafa tannpínu. Þessi orð koma til að mynda fyrir í ritum hins fræga læknis Galenosar. Nú er vitaskuld hægt að finna til tannpínu...
Er orðið rjúpa notað um fleira en fugl?
Flestir þekkja rjúpuna, fuglinn sem skiptir litum eftir árstíðum og Jónas Hallgrímsson kvað svo eftirminnilega um í ljóðinu Óhræsið. En færri vita sjálfsagt að rjúpa er einnig hnykill undinn á sérstakan hátt. Það er ýmist kallað að vinda rjúpu eða vinda í rjúpu. Í elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem...
Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...
Hvernig má lesa sögu loftslagsbreytinga úr ískjörnum?
Hitastig andrúmslofts má lesa tugþúsundir ára aftur í tímann með efnamælingum í jökulís frá borkjörnum úr jöklunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Súrefni í ísnum sýnir hitastigið í lofti þegar vatnsgufan þéttist og varð að snjó. Í náttúrunni er örlítill hluti súrefnisatóma þyngri en öll önnur súrefnisatóm....
Hvað eru tíkur oftast með marga spena?
Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæm...
Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir? Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í a...
Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað getur þú sagt mér um Tjörnina í Reykjavík og stærð (flatarmál) hennar? Hvað er Reykjavíkurtjörn djúp? Öll stöðuvötn hafa svæði í kring um sig sem kallað er vatnasvið, en regn sem fellur á þetta svæði rennur í átt að viðkomandi stöðuvatni. Þessi svæði geta verið mjög misst...
Af hverju eru engir nafngreindir höfundar Íslendingasagna þekktir?
Ýmsar getgátur hafa verið um höfunda einstakra Íslendingasagna. Á hinn bóginn má vera að nafnleynd þeirra sé engin tilviljun því að líkt og í tilviki fornaldarsagnanna byggðu höfundar Íslendingasagna á arfgengu sagnaefni og hugsanlega hafa þeir, að minnsta kosti sumir hverjir, litið á sig sem skrásetjara efnis sem...
Hvernig er leitað að reikistjörnum utan sólkerfisins?
Hægt er að nota nokkrar aðferðir til að leita að reikistjörnum utan sólkerfis okkar. Slík leit er afar flókin vegna þess hve erfitt er að greina reikistjörnurnar úr mikilli fjarlægð. Ólíkt sólstjörnum, sem geisla frá sér orku sem losnar við kjarnasamruna, senda reikistjörnur ekki frá sér eigið ljós heldur endurva...
Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...
Hvers vegna gengur sólúrið ekki jafnt yfir árið?
Þetta svar er eins konar framhald af svari sama höfundar við spurningunni Hversvegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?Svarið felst í stuttu máli í tveimur óskyldum atriðum í hreyfingu jarðarinnar en svo einkennilega vill til að áhrif þeirra eru sambærileg að stærð. Þegar saman kemur ...
Hvernig er bjór búinn til?
Bjór hefur fylgt mannkyninu að minnsta kosti frá tímum faraóanna. Á þessum tíma hafa margar og ólíkar bjórtegundir verið bruggaðar, allt frá hunangsmiði víkinganna til reykbjórsins frá Bamberg í Bæjaralandi. Bruggferlið er í aðalatriðum það sama fyrir flestar bjórtegundir. Meginhráefnin eru malt, vatn og ger. H...