Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2837 svör fundust
Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?
Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...
Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?
Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir. Í Suð...
Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...
Af hverju eru hár mismunandi á litinn?
Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? kemur eftirfarandi fram: Hárlitur stafar af litarefninu melaníni sem er myndað af litfrumum í merg hársekks. Eftir myndun færist melanínið í hárrótina, það er að segja þann hluta hárs sem er undir húðþekju og síðan upp í hárs...
Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?
Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000...
Ef vetni er brennt, hvert verður þá afgasið?
Bruni efnis felst í því að það gengur í sambandi við súrefni (ildi), til dæmis súrefnið í andrúmsloftinu. Ef vetnið er í gasham fyrir brunann eru sameindir þess tvíatóma og er slík sameind táknuð með H2. Súrefnissameindirnar í loftinu eru líka tvíatóma og eru þær táknaðar með O2. Efnajafnan fyrir hvörfin þegar ve...
Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?
Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...
Er Gnitaheiði til?
Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana vo...
Hvaða dýr sér best?
Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...
Hver er sagan bak við aðventuljósin, af hverju eru þau sjö og hvað tákna þau? Eru þau ekki Gyðingaljós?
Kaupsýslumaður einn í Reykjavík hét Gunnar Ásgeirsson, ættaður úr Önundarfirði. Hann átti mikil skipti við sænsk fyrirtæki og flutti til að mynda bæði inn Volvo og Husquarna. Á einni verslunarferð sinni í Stokkhólmi fyrir jól kringum 1964 rakst hann á einfalda trépíramíta með sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér v...
Er það satt að sum dýr tali mannamál á þrettándanum?
Samkvæmt þjóðtrúnni tala kýr mannamál á þrettándanum. Þrettándinn er 6. janúar og er síðasti dagur jóla. Hann hét upphaflega opinberunarhátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, svo sem skírn Krists og Austurlandavitringunum. Um þjóðtrú tengda þrettándanum gildir flest hið sama og um nýársnótt...
Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?
Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...
Hvar verpir krían?
Krían (Sterna paradisaea) er algengur varpfugl víða um heim, þar með talið á Íslandi, en hér á landi er varpstofninn talinn í hundruðum þúsunda para. Krían verpir á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada og í Alaska. Krían verpir á nor...
Hvað getið þið sagt mér um áttfætlur?
Áttfætlur (Arachnida) er flokkur innan fylkingar liðfætlna (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem eru með 4 pör af fótum og tvískiptan líkama. Þær skortir einnig fálmara og vængi. Til áttfætlna teljast köngulær (Araneae), áttfætlumaurar (Acari) eða mítlar, langfætlur (Opiliones), sporðdrekar (Scorpiones), dre...
Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?
Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...