Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2237 svör fundust
Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?
Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...
Hvað er ránlífi?
Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...
Eru skíðishvalir ófélagslyndir?
Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...
Hversu lengi væri blendingur ísbjarnar og brúnbjarnar að verða að nýrri tegund?
Tegundamyndun er hægfara ferli sem tekur þúsundir kynslóða og því er nær ómögulegt að segja til um hvenær ein tegund hverfur og önnur tekur við. Blendingar brúnbjarna (skógarbjarna, Ursus arctos) og hvítabjarna (Ursus maritimus) eru þekktir úr dýragörðum. Hins vegar eru þeir afar sjaldgæfir í náttúrunni og því...
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Er vatn blautt?
Svarið er já; vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið, og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. Svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kanns...
Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?
Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...
Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?
Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...
Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?
Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...
Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?
Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...