Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7901 svör fundust

category-iconHugvísindi

Voru lítil börn á brjósti í gamla daga?

Í flestum löndum fyrr á tímum voru börn höfð á brjósti um lengri tíma. Sums staðar var þó algengt að nýfædd börn væru alls ekki lögð á brjóst eða þau væru vanin af brjósti mjög snemma. Þá var farið að gefa þeim ýmsa fljótandi og fasta fæðu strax eftir fæðingu og brjóstagjöf var þá hætt jafnvel innan nokkra vikna. ...

category-iconFöstudagssvar

Er til visku- eða þekkingarbrunnur?

Vissulega er til viskubrunnur, jafnvel margir. Eins og alþjóð veit er sá þekktasti kenndur við Mími nokkurn sem mun vera gæslumaður hans. Þessi brunnur er uppspretta fróðleiks og visku og er þetta staðfest í Gylfaginningu:þar er Mímisbrunnur, er spekt og manvit er í fólgið, og heitir sá Mímir er á brunninn. Ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finna skordýr til?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hafa ormar tilfinningar? Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær. Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhve...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við svöng?

Svengd er tilfinning sem við finnum þegar okkur vantar fæðu. Hún stjórnast af svengdarstöð í undirstúku heilans. Tilraunir hafa sýnt að ef svengdarstöð dýrs er áreitt, til dæmis með rafertingu, étur það með góðri lyst, jafnvel þótt það sé nýbúið að innbyrða fæðu. Einnig er í undirstúkunni svonefnd seddustöð eða...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina?

Allt of langt mál væri á þessum vettvangi að lýsa starfsháttum Alþingis að fornu. Í örstuttu máli má þó segja að þingið hafi starfað með tvennum hætti á tveimur ólíkum tímaskeiðum, meðan það sat á Þingvöllum. Á fyrra skeiðinu, frá því á fyrri hluta 10. aldar og fram á síðari hluta 13. aldar, var það sameiginleg...

category-iconLögfræði

Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?

Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk hormónsins PYY?

Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta. Við fæðuinntöku berast ...

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna er skata borðuð á Þorláksmessu?

Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?

Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir verið hættulegir?

Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fisktegundir veiddust í Genesaretvatni þegar Jesús var uppi og hvaða fisktegundir veiðast þar enn?

Frá upphafi skráðrar sögu svæðisins við Genesaretvatn hefur vatnið verið ríkuleg uppspretta fæðu. Fjölmargir sem bjuggu við vatnið réru til fiskjar og hafa gert svo í þúsundir ára. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að snemma á bronsöld, eða á tímabilinu 3300-2300 f.Kr., voru stundaður fiskveiðar í vatninu. Eng...

category-iconJarðvísindi

Hvað er basalt?

Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er minnsta líffæri mannslíkamans og hvað gerir það?

Heilaköngull er oft sagður minnsta líffæri mannsins. Hann er fyrir ofan miðheilann og fyrir framan litla heilann. Heilaköngull kallast svo því hann líkist furuköngli í laginu og er hann aðeins um 8-10 mm að lengd. Hlutverk heilaköngulsins er að mynda og seyta hormóninu melatóníni en það hefur áhrif á svokallaðan l...

Fleiri niðurstöður