Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2774 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:brúna letidýrið (Bradypus variegatus)ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)makkaletidýrið (Bradypus tor...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna klæjar mann?

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins. Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig urðu kettir til?

Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta úlfar orðið stórir?

Almennt gildir um dýrategundir sem hafa jafnheitt blóð og mikla útbreiðslu að einstaklingar sem lifa nálægt pólunum eru stærri en einstaklingar sömu tegundar sem lifa nær miðbaug. Þessi regla nefnist innan vistfræðinnnar regla Bergmanns. Skýringin á henni er sú að þeim mun stærri sem dýrin eru, þeim mun minna yfir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort hafa menn fætur eða lappir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun? Samkvæmt Íslenskri...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru stingskötur virkilega banvænar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Nú er búið að vera í öllum fréttum að Steve Irwin hafi látist af völdum gaddaskötu (stingray). Hvað getið þið sagt mér um gaddaskötu og er hún banvæn? Sú frétt barst nýlega að ástralski kvikmyndagerðarmaðurinn Steve Irwin hefði látist af sárum sem hann hlaut af völdum stings...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?

Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?

Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?

Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann. Kilauea á Hawaii er eitt virkasta eldfjall í heimi. Nú síðast hófst gos þar 20. desemb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...

category-iconHugvísindi

Hvar var fyrsti píramídinn?

Þrepapíramídinn í Sakkara. Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalan...

Fleiri niðurstöður