Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3516 svör fundust
Hvers vegna skapaðist aldrei umræða um loftsteininn sem féll á austurísrönd Grænlands fyrir fáeinum árum?
Það var um fimmleytið aðfaranótt hins 9. desember árið 1997, að himinninn á suðurhluta Grænlands lýstist algjörlega upp. Menn telja líklegt að þarna hafi verið um nokkuð stóran loftstein að ræða sem hafi tvístrast yfir suðurrísbreiðunni við 61° norður og 44° vestur, um það bil miðja vegu milli Qaqortoq og höfu...
Af hverju eru sápuóperur kenndar við sápu?
Sápuóperur eru kallaðar svo vegna þess að í Bandaríkjunum voru framleiðendur sápu og þvottaefna lengi vel helstu styrktaraðilar þáttanna. Í sápuóperum leika oft sömu leikarar árum saman og áhersla er lögð á að koma til skila samfelldri sögu. Samtöl einkenna sápuóperur frekar en spenna og hraði og einkum er ...
Hefur gáfnafar hunda verið mælt? Ef já, hvaða hundategund kom best út?
Í bókinni “Intelligence of dogs” eftir bandaríska sálfræðingin og háskólaprófessorinn dr. Stanley Coren eru skilgreindar þrjár tegundir greindar hjá hundum. Aðlögunargreind (e. adaptive intelligence). Aðlögunargreind er hæfileikinn til þess að læra og leysa þrautir. Eðlislæg greind (e. instinctive intelligence...
Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?
Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...
Hversu lengi er geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi að helmingast?
Helmingunartíminn ræðst algerlega af samsetningu úrgangsins. Sérhvert frumefni (eða réttara sagt sérhver samsæta) hefur sinn eiginn helmingunartíma. Ef við lítum fyrst á dæmigerð geislavirk efni sem kynnu að vera í kjarnorkuúrgangi má flokka þau gróflega eftir helmingunartíma. Skammlífar samsætur: Hér má til dæ...
Í hverju felst hollusta hákarlalýsis?
Hollusta hákarlalýsis felst í mjög óvenjulegri samsetningu þess, ef miðað er við flest annað fiskilýsi. Hákarlalýsi inniheldur minna af omega-3 fitusýrum en til dæmis þorskalýsi. Það hefur því ekki þá eiginleika sem rekja má til þeirra. En hákarlalýsið inniheldur tvenns konar önnur efnasambönd, sem gefa því sé...
Hvað er MÓSA-smit?
MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...
Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?
Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins o...
Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?
Alls hafði 10.450 tegundum skriðdýra verið lýst árið 2016. Hægt er að finna uppfærða tölu á þessari síðu en henni verður að taka með smá fyrirvara. Skriðdýrum er skipt í nokkra hópa sem koma okkur miskunnuglega fyrir sjónir:eðlur (e. lizards)snákaskjaldbökur krókódílaranakollur (Spenodon spp., frumstæð skriðdýr se...
Hvað er naga?
Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”. Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar ...
Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu?
Stjórnmálaflokkar eru ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum. Þeir hafa líka oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessari merkingu eru hugtökin stjórnmálaflokkur og stjórnmálahreyfing notuð á víxl yfir það sama. Þegar talað er um stjórnmálahreyfingar...
Hvernig gefa froskar frá sér eitur?
Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...
Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?
Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...
Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?
Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...
Er allt rétt sem þið svarið á Vísindavefnum?
Þetta er góð og þörf spurning. Stutta svarið við henni er „já". Við reynum eftir bestu getu að tryggja að svörin séu „rétt“ í þeirri merkingu sem yfirleitt er beitt í vísindum, það er að segja að þau séu í samræmi við það sem best er vitað þegar þau eru skrifuð. En þegar spurt er til dæmis um splunkunýja þekki...