Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6138 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?

Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...

category-iconJarðvísindi

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita? Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarð...

category-iconHugvísindi

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?

Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að svitna í vatni?

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jökull á Grænlandi?

Ísöld hófst fyrir um 2,7 milljón árum síðan, en þá hafði norðurhvel jarðar verið íslaust í meir en 500 milljón ár. Hvers vegna myndaðist þá þessi mikli jökull á Grænlandi? Var það eingöngu vegna þess að það tók að kólna, eða voru einhverjir aðrir þættir að verki? Það voru þrír þættir, sem virkuðu allir saman t...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Um hvað er Íslendingabók Ara fróða?

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Græn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sjórinn saltur?

Þetta er í aðalatriðum af því að árnar sem renna í sjóinn flytja með sér salt úr jarðlögunum sem þær renna um. Saltið tekur hins vegar ekki þátt í hringrás vatnsins og fylgir ekki vatninu þegar það gufar upp úr sjónum. Þess vegna safnast saltið fyrir í sjónum smám saman. Um þetta má lesa meira á Vísindavefnum m...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconFornleifafræði

Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?

Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...

Fleiri niðurstöður