Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1466 svör fundust
Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?
Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...
Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin. Le...
Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?
Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?
Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
Hefur föstumánuðinn Ramadan borið upp á hásumar eftir að íslam kom til sögu?
Spyrjandi á væntanlega við það hvort Ramadan hafi borið upp á hásumar á norðurhveli, þar sem meirihluti mannkynsins og múslima býr, en þá er sem kunnugt er hávetur á suðurhveli, og öfugt. Allir dagar ársins eru jafnlíklegir sem upphafsdagur Ramadans og því hefur hver dagur gegnt því hlutverki 3-5 sinnum á þeim tæp...
Gerði Elísabet I Englandsdrottning eitthvað merkilegt?
Elísabet I hefur af sumum verið álitin „farsælasti stjórnandi Englands“. Hún fæddist árið 1533 og var dóttir Hinriks VIII Englandskonungs og Önnu Boleyn. Hinrik var þá nýskilinn við fyrri eiginkonu sína, Katrínu frá Aragóníu, sem hann hafði verið giftur í rúmlega tuttugu ár. Öll börn þeirra höfðu fæðst andvana eða...
Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er nokkur fastastjarna, sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna svo nálægt okkur að slík sprenging myndi hafa áhrif sólkerfi okkar?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Er það satt sem ég var að heyra um sólstjörnuna Betelgás í stjörnumerkinu Óríon að hún spring...
Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?
Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...
Eru leðurblökur á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...
Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?
Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning. Þegar leitað er svara við spurningun...
Getið þið sagt mér allt um lípíð?
Ekki er hægt að greina frá öllu um lípíð á þessum vettvangi þar sem slík umfjöllun myndi fylla mörg bókabindi. Lípíð eða fituefni er stór flokkur efna sem eiga það eitt sameiginlegt að vera vatnsfælin og leysast því ekki upp í vatni. Í þessum efnaflokki er fita (feiti og olíur, það er hörð og mjúk fita), vöx, fosf...
Hvaða dýr búa í Kongó?
Þegar lýðveldið Kongó (áður Zaire) er nefnt dettur sennilega flestum í hug dimmir regnskógar í svörtustu Afríku. Þetta er ekki fjarri lagi þar sem stærstur hluti þessa stóra lands (rúmlega 2,3 miljónir km2) er þakinn ógreiðfærum regnskógi. Þessir miklu og ógreiðfæru regnskógar hafa þó ekki alltaf verið til stað...
Er rökkvun raunverulegt vandamál?
Endurskin og deyfing stuttbylgjugeislunar frá sól hafa áhrif á orkubúskap við yfirborð jarðar og hafa áhrifin í heild verið nefnd rökkvun. Rökkvun er viðvarandi hluti orkukerfis lofthjúpsins og er því ekki vandamál sem slík, heldur er fremur að breytingar á henni geti talist það, rétt eins og gróðurhúsaáhrif eru v...