Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5295 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á því að vera kiðfættur og hjólbeinóttur?

Í stuttu máli má segja að annað sé að hafa göngulag sem líkist göngulagi kiðlings og hitt að ganga eins og kúreki. Sá sem er kiðfættur eða refbeinóttur gengur með hnén þéttar saman en ökklana, ökklarnir vísa út miðað við hnén. Það að vera hjólbeinóttur, hjólfættur eða kringilklofa er öfugt við það að vera kiðfæ...

category-iconHugvísindi

Hvernig varð 'Erlendur' íslenskt karlmannsnafn? Ég er Englendingur og mér finnst undarlegt að nefna barn 'Foreign'!

Ekki eru allir sammála um merkingu nafnsins Erlendur. Flestir telja þó að um sama orð sé að ræða og lýsingarorðið erlendur í merkingunni ‘útlendur, frá öðru landi’. Upphaflega hafi þá verið um viðurnefni að ræða sem síðar hafi fest sem eiginnafn. Fyrri liðurinn væri þá forskeytið er- (eldra ør-) og síðari liðurinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara húsflugur að því að lifa veturinn af?

Húsflugur lifa sem lirfur innandyra yfir veturinn, undir gólflistum, í sprungum og á milli gólffjala. Lirfur geta líka lifað inni í skápum og annars staðar þar sem þær ná í fæðu, til dæmis brauðmylsnu eða annað sem fellur til við venjuleg heimilisstörf. Einnig lifa lirfurnar í útihúsum þar sem hlýtt er yfir vetur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími háhyrninga?

Meðgöngutími háhyrninga er um 16-17 mánuðir og telst hann vera einn sá lengsti meðal hvala. Afar lítið er vitað um æxlunarhætti háhyrninga en þó er vitað að kýrnar bera ekki kálfa fyrr en þær eru orðnar 14 til 15 ára gamlar en háhyrningar geta orðið gamlir. Við burð er kálfurinn tveir og hálfur metri á lengd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með fullri nákvæmni. Til dæmis geta einhverjar tegundir fiska verið ófundnar og aðrar útdauðar og eins eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað eigi að kallast tegund og hvað sé einungis afbrigði af sömu tegund. Við getum þó gefið upp nokkrar tölur:Brjóskfiskar 800Beinf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta „trútt“ sem þú getur um talað?

Orðmyndin trútt í orðasambandinu að geta trútt um talað er hvorugkyn lýsingarorðsins trúr ‘dyggur, tryggur, öruggur, áreiðanlegur’. Hún er í orðasambandinu notuð sem atviksorð. Merking atviksorðsins er ‘trúverðuglega’, það er unnt er að trúa því sem sagt er. Hægt væri að segja: ,,Verkfræðingurinn gat trútt um ...

category-iconHugvísindi

Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?

Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig framleiðir hrökkáll rafmagn?

Rafvirkni í frumum Afar algengt er að ekki séu jafnmargar jákvæðar- og neikvæðar rafhleðslur sitt hvorum megin við frumuhimnur í frumum lífvera. Þessi munur á hleðslum leiðir til þess að spennumunur er yfir frumuhimnurnar og er sú hlið frumuhimnunnar sem snýr inn í frumuna alltaf neikvæð miðað við ytra borð frum...

category-iconVísindi almennt

Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?

Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?

Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...

category-iconNæringarfræði

Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?

Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki ...

Fleiri niðurstöður