Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3138 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?

Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kindur gáfaðar?

Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir. Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“....

category-iconLæknisfræði

Er MND arfgengur sjúkdómur?

MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr lifa dýpst í sjónum?

Stærstur hluti sjávar er hyldýpi þar sem sólargeislar ná ekki niður. Þörungar þrífast þar ekki en engu að síður finnast fjölmargar dýrategundir á þessum slóðum, bæði hryggdýr og hryggleysingjar. Tegundafjöldinn er að vísu ekki eins mikill og í efri lögum sjávar og eru dýrin aðlöguð að hinum sérstöku aðstæðum sem t...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?

Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?

Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á einkasölu og fákeppni?

Eins og orðin gefa til kynna þá er einungis einn seljandi að tiltekinni vöru eða þjónustu þegar um einkasölu er að ræða. Keppendur eru hins vegar fáir, en þó fleiri en einn, sé um fákeppni að ræða. Einkasala er þýðing á 'monopoly' en fákeppni er þýðing á 'oligopoly'. Ýmist er talað um einkasölu eða einokun. Fy...

category-iconLandafræði

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?

Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...

category-iconTölvunarfræði

Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju eru marglyttur?

Marglyttur eru gerðar úr frumum eins og aðrar lífverur. Marglyttur tilheyra fylkingu holdýra (Cnidaria) en þau eru með ósérhæfðari og frumstæðari frumugerð en til dæmis hryggdýr, skordýr eða lindýr svo dæmi séu tekin. Marglyttur hafa aðeins tvö frumulög. Yst er frumulag sem nefnist útlag (e. epidermis). Þar er...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

Fleiri niðurstöður