Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8271 svör fundust
Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?
Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...
Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?
Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...
Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?
Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...
Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?
Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....
Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðun...
Hvenær og af hverju urðu fornaldarsögur til?
Í umfjöllun um fornaldarsögur (samanber einnig fornaldarsögur Norðurlanda) er mikilvægt að hafa í huga hversu fjölbreyttar sögurnar eru og hversu illa þær falla að skýrt afmörkuðum tegundamörkum. Það er því sitthvað að fjalla um sögurnar sem bókmenntagrein eða þá efnivið sagnanna, upptök hans, þróun og endurnýjun....
Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður?
Upphaflegar spurningar voru: Hvernig vitið þið að sjónin er aftan á heilanum en ekki framan á eða á hliðunum? Hversu mikill hluti heilans er enn órannsakaður? Enginn hluti heilans er algjörlega órannsakaður, en ekki er þar með sagt að allt sé vitað um hann – þvert á móti! Heilinn er sérlega spennandi rannsó...
Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem ...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?
Sjávarflóð verða vegna samspils ýmissa þátta bæði frá sjó og landi. Frá sjó eru sjávar- og ölduhæð mikilvægustu þættirnir. Sjávarhæð ræðst síðan af sjávarföllum annars vegar og svokölluðum áhlaðanda hins vegar. Áhlaðandi er af þrennum toga, vegna lágs loftþrýstings, álandsvinds og hækkunar sjávarborðs innan brimga...
Hvað er Akureyrarveikin?
Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...
Hver er saga Deildartunguhvers?
Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...
Hver hagnast þegar stýrivextir hækka?
Öll spurningin hljóðaði svona: Margir kvarta undan því að vaxtakostnaður þeirra hækki með hækkun stýrivaxta. Spurning mín er: Ef ég borga hærri vexti í dag en í gær vegna hækkunar stýrivaxta, hvar lendir þá það fé sem nemur hækkuninni? Sem sagt: hver hagnast? Það er tiltölulega flókið að rekja allar afleiði...
Hvað eru erfðaupplýsingar?
Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...
Er fáfræði sæla?
Spurningar eins og þessi bera í sér skemmtilega þversögn. Ef spyrjandi er að leita eftir svari þá virðist viðkomandi ekki telja að fáfræði sé sæla. Og ef svarið er jákvætt ætti sá sem svarið ritar varla að hafa það lengra. Útskýringar og rökstuðningur eru andstæðan við hvers konar fáfræði. Í raun og veru er freist...