Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að halda því fram að eitthvað sé fyndið og eitthvað annað sé það ekki?
Heimspekingar benda gjarnan á fyndni sem dæmigerðan eiginleika sem hlutir hafa aðeins í krafti þess sem er í auga sjáandans, sem má kannski líka kalla huglægan eiginleika. Þannig er oftast litið svo á að brandari sé fyndinn ef og aðeins ef einhverjum finnst hann fyndinn, alveg eins og matur er brag...
Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?
Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...
Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?
Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.” Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til d...
Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?
Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...
Af hverju eru síberíutígrisdýr kölluð því nafni ef þau lifa ekki í Síberíu? Hvaðan kemur nafnið?
Það er rétt að svokölluð síberíutígrisdýr lifa ekki í Síberíu en sennilega er þetta heiti upprunalega tilkomið vegna misskilnings eða vanþekkingar á landsvæðum. Í Rússlandi eru þessi tígrisdýr yfirleitt kennd við Amurfljótið eða Ussuriland og því kölluð amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr. Landsvæðið þar sem dý...
Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?
Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...
Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?
Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...
Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?
Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...
Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?
Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...
Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...
Ég er að taka ökupróf og skil ekki hvað það þýðir að ferma og afferma bifreið?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Er að taka ökupróf og er alltaf að fá eitthvað um að ferma og afferma ökutæki í æfingarprófunum og ég hef ekki hugmynd hvað það er. Þannig hvað þýðir að ferma og afferma bifreið? Sögnin að ferma merkir að hlaða bifreið, skip eða flugvél vörum sem heita þá einu nafni fa...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið, af hverju höldum við jólin ekki þá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef heyrt að Jesús hafi fæðst um sumarið en af hverju eru jólin ekki þá? Af hverju tók kirkjan yfir þessa vetrarhátíð? Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist og gerir kirkjan ekkert endilega ráð fyrir því að það hafi verið 25. desember. Heimildir dygðu engan veginn til að ákvar...
Hvernig er aðgangur annarra að tölvupósti milli manna?
Höfundur þessa svars er ekki sérfróður um tölvur en hefur hins vegar fjölbreytta reynslu sem almennur tölvunotandi í aldarfjórðung eða svo. Í samræmi við þetta er megináherslan í svarinu lögð á sjónarhorn hins almenna notanda, áhrif hans á feril tölvupóstsins og þær stillingar sem hann getur sett inn samkvæmt eigi...
Af hverju fær maður prófkvíða og hvernig getur maður losnað við hann?
Þegar fólk skynjar hættu eða ógn fer af stað ákveðið viðbragð í líkama þeirra. Þetta er stundum nefnt kvíðaviðbragð og því er ætlað að búa okkur undir líkamleg átök. Það er gott að búa yfir slíku viðbragði þegar einhver ræðst á mann eða þegar ljón reynir að éta mann. Þetta viðbragð er hins vegar miður gagnlegt ...