Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3193 svör fundust
Af hverju er sólin heit?
Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...
Af hverju fær maður krabbamein og hver eru einkennin?
Krabbamein eru illkynja æxli sem myndast þegar stökkbreytingar verða í erfðaefni frumna og þær fara að skipta sér á óeðlilegan hátt. Í svari Helgu Ögmundsdóttur við spurningunni Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins? segir:Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ...
Hvað geta ísbirnir orðið gamlir?
Ísbirnir (Ursus maritimus) verða ekki mjög langlífir í villtri náttúru en þó geta þeir vænst svipuðum aldri og aðrir birnir. Þessi ísbjörn þarf vart að vænta þess að ná mikið hærri aldri en 15 árum. Samkvæmt rannsóknum verður aðeins lítill hluti stofnsins 15 ára eða eldri. Eldri birnir hafa þó fundist þar af þ...
Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?
Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...
Af hverju labbar maður ekki á veggi þegar maður gengur í svefni?
Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum. Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar...
Hvar í heilanum eru minningar geymdar?
Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...
Hvers vegna suða rafmagnstæki rétt áður en farsímar hringja eða SMS-skilaboð berast?
Upplýsingar berast til og frá farsímum með rafsegulbylgjum. Rafmagnstæki sem eru nálægt farsímum, yfirleitt hátalarar, fara stundum að suða rétt áður en við heyrum símann hringja. Ástæðan er sú, að á meðan farsíminn og símkerfið eru að semja sín á milli um það hvernig skuli setja upp símtalið, sendir farsíminn frá...
Hvað kom upp mikið af gosefnum í Skaftáreldum?
Lakagígar.Skaftáreldar í Lakagígum (1783-1784) voru eitt mesta eldgosið sem hefur orðið í sögu manna á jörðinni. Skaftáreldar eru dæmi um svonefnt flæðigos en í þeim kemur nær eingöngu upp hraun. Í Skaftáreldum komu upp um 14,5 km3 af hrauni og um 0,5 km3 af gjósku. Flatarmál hraunsins í Skaftáreldum er um 600 km2...
Hvernig er hægt að hafa í fullu tré við eitthvað eða einhvern?
Að hafa í fullu tré við einhvern merkir að 'standa einhverjum á sporði, vera jafnoki einhvers' og að hafa í fullu tré við eitthvað merkir að 'eiga fullt í fangi með eitthvað. Halldór Halldórsson fjallaði um sambandið að hafa í fullu tré við einhvern í doktorsritgerð sinni Íslensk orðtök (1954: 376). Hann nefni...
Hvenær fóru menn fyrst á hestbak?
Fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á sögu hestsins (Equus caballus) greinir á um upphaf þess að menn fóru að hagnýta sér þessa nytsemdarskepnu. Elstu vísbendingar um slíka hagnýtingu á hrossum eru frá svæði sem nú tilheyrir Mið-Asíulýðveldinu Kasakstan, nánar tiltekið á stað sem heitir Krasni Yar eða rauða jörð...
Af hverju ber Golfstraumurinn þetta nafn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafn Golfstraumsins? Hvers vegna heitir hann Golfstraumur? Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi. Hann er upprunninn fyrir norðan miðbaug í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstr...
Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of...
Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?
Á undanförnum áratugum hafa komið upp einstaka tilvik þar sem trú á álfabyggðir og álagabletti hefur tengst vegaframkvæmdum. Um þetta er fjallað almennt í svari sama höfundar við spurningunni Er vegum oft breytt vegna „álfasteina“ eða er það bara eitthvað sem útlendingum er sagt? en hér lýst fjórum atburðum sem ge...
Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?
Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...
Hvað er fjórða iðnbyltingin?
Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...