Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2264 svör fundust
Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus?
Vísindamenn hafa mikið rannsakað áhrif geislunar á útvarpsbylgjutíðni á heilsu fólks, en þar undir fellur geislun frá þráðlausu neti. Það er á fárra færi að kynna sér allar rannsóknir sem til eru á þessu sviði og þess vegna er skynsamlegt að skoða hvað alþjóðastofnanir eða hópar vísindamanna hafa um málið að segja...
Komst Anastasía Romanov undan þegar rússneska keisarafjölskyldan var tekin af lífi 1918?
Anastasía Nikolaevna Romanova fæddist 18. júní 1901. Hún var yngst fjögurra dætra Nikulásar II., síðasta keisara Rússlands (1868-1918) og Alexöndru konu hans (1872-1918). Eldri systur hennar þrjár voru Olga (1895-1918), Tatíana (1897-1918) og María (1899-1918) en yngstur keisarabarnanna var sonurinn Alexei (1904-1...
Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?
Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...
Getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Öll vitum við að líkamsrækt styrkir vöðva og örvar blóðflæði um líkamann, flutning súrefnis frá lungum til vöðva og koltvísýrings frá vöðvum að lungum. En getur líkamsrækt aukið fjölda háræða í vöðvum? Kjarni þess sem ég er hugsa, er að ég vildi gjarnan fá einfalt svar við því hv...
Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?
Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi...
Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?
Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...
Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?
Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fæl...
Er siðferðilega rétt að sádi-arabísk knattspyrnulið sanki að sér bestu knattspyrnumönnum í heimi?
Þessi spurning vísar til nokkurs sem hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum árum. „Íþróttaþvottur“ (e. sportwashing) er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum (grænþvottur (e. greenwashing) er mögulega þekktasta útgáfan) þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarh...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Hvernig er krabbamein í lungum meðhöndlað?
Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra (sjá svar við spurningunni Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?). Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli...
Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?
Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...
Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...
Getur sá sem hefur læknast af COVID-19 orðið smitberi aftur?
Upprunalegu spurningarnar voru:Getur COVID-læknaður einstaklingur dreift veirunni milli staða eða manna með snertingu? Þeir sem hafa staðfest að hafa fengið COVID, eru með mótefni eða frumuónæmi: Hvernig geta þeir verið smitberar? Landlæknir segir í TV að þeir geti smitað með snertismiti en ég velti fyrir mér hvor...
Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?
Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...