Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3654 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?

Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eð...

category-iconHeimspeki

Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?

Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason: [Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu ...

category-iconLögfræði

Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?

Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?

Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...

category-iconNæringarfræði

Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?

Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp á lyftum?

Elsta þekkta heimild um einhvers konar lyftur er rit rómverska húsameistarans Vitrúvíusar, frá 1. öld f.Kr. Vitrúvíus skrifaði tíu binda verk um byggingarlist sem kallast De architectura. Í öðrum kafla 10. bókar segir frá búnaði sem hægt er að nota til að lyfta, hífa og draga hluti. Í bókinni segir að búnaður af þ...

category-iconHagfræði

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuld...

category-iconEfnafræði

Hvernig virkar litrófsgreinir?

Litrófsgreinir (e. spectrophotometer) er almennt heiti yfir tæki sem mælir styrk ljóss (rafsegulbylgna) eftir bylgjulengdum, ýmist fyrir ljómun (e. emission) eða gleypni (e. absorption) efna. Slík tæki eru mismunandi að gerð eftir því hvort um er að ræða ljómunar- eða gleypnimælingar og háð því um hvaða litrófssv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta úlfar?

Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?

Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans?

Líkaminn er um 60% vatn og er oft talað um að vatnið sé í hólfum. Hér er í raun ekki um áþreifanleg hólf að ræða heldur er þessi skipting einungis til þæginda. Í grófum dráttum má skipta vökvahólfum í líkama spendýra, og þar með okkar mannanna, í tvö meginhólf sem hvort um sig skiptast í undirhólf. Annars veg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?

Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?

Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...

Fleiri niðurstöður