Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4628 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er seiðskratti?

Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...

category-iconHugvísindi

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru geimþokur?

Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconVeðurfræði

Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?

Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?

Upphafleg spurning var svohljóðandi: Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann. Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?

Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera borubrattur?

Orðið bora merkir ‘hola, kytra’, til dæmis þegar herbergi er sagt borulegt, en það merkir einnig ‘rass, bakrauf’ og er í þeirri merkingu oft notað sem skammaryrði, til dæmis ,,Hún kom ekki bannsett boran“. Borubrött sirkusstjarna? Merkingin ‘rass, bakrauf’ liggur líklegast að baki orðinu borubrattur sem merkir ...

category-iconVísindi almennt

Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?

Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðgöngutími háhyrninga?

Meðgöngutími háhyrninga er um 16-17 mánuðir og telst hann vera einn sá lengsti meðal hvala. Afar lítið er vitað um æxlunarhætti háhyrninga en þó er vitað að kýrnar bera ekki kálfa fyrr en þær eru orðnar 14 til 15 ára gamlar en háhyrningar geta orðið gamlir. Við burð er kálfurinn tveir og hálfur metri á lengd...

category-iconLandafræði

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve lengi lifa ernir?

Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...

Fleiri niðurstöður