Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8675 svör fundust

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Ég er í A-blóðflokki en foreldrar mínir í O, getur það passað?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Mig langar að heyra hvort það geti passað á ég sé i blóðflokki A en foreldrar minir báðir i O? Já, það er mögulegt, en afar sjaldgæft. Blóðflokkarnir eru fjórir talsins; A, AB, B og O. Fólk í A-blóðflokki hefur A-mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum, fólk í B-blóðflokki ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

category-iconHugvísindi

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna heyrist í jarðskjálfta áður en hann kemur?

Hljóðið sem við heyrum frá jarðskjálftum kemur frá skjálftabylgjunum undir fótum okkar. Okkur finnst það stundum berast á undan skjálftanum vegna þess að fyrstu jarðskjálftabylgjurnar eru þá of veikar til að við finnum þær glöggt en hins vegar nógu sterkar til að mynda hljóð í loftinu, enda er eyrað býsna næmt mæl...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?

Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?

Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um íkorna?

Íkornar eru allar tegundir innan ættarinnar Sciuridae sem er svo aftur hluti af stórum flokki spendýra sem nefnist nagdýr (Rodentia). Til eru fjölmargar tegundir íkorna sem dýrafræðingar hafa greint niður í tvær undirættir. Þær eru jarð- og trjáíkornar (Sciurinae), sem telja 230 tegundir og flugíkornar (Petauristi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?

Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...

category-iconHugvísindi

Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?

Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta? Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir ét...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

Fleiri niðurstöður