Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3645 svör fundust
Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?
Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi?
Nei, ljóshraðinn er engan veginn einhvers konar "hraðasta hraðaeining" eða mesti hraði sem við getum hugsað okkur; hugsun mannanna eru sem betur fer ekki sett slík takmörk. Í afstæðiskenningunni er ekki fullyrt annað en það að efni og orka, þar með talin skilaboð eða merki, komast ekki með meiri hraða en ljósið í...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hver var Kató gamli?
Marcus Porcius Cato, sem kallaður er Kató gamli, var rómverskur stjórnmálamaður og ræðumaður, uppi milli 234 og 149 fyrir Krist. Sem ungur maður barðist hann í öðru af þremur svokölluðum púnverskum stríðum sem Rómverjar háðu við Púnverja, íbúa borgarinnar Karþagó sem stóð í Norður-Afríku, ekki langt frá þeim s...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvað er líffærakerfi?
Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...