Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2444 svör fundust
Hvenær og hvers vegna hófst byggð í Grímsey?
Í Landnámabók kemur Grímsey ekki við sögu. Bókin var líklega skráð um tveimur til þremur öldum eftir lok þess tíma sem er kallaður landnámsöld og er vafalaust að talsverðu leyti reist á arfsögnum, en ekki er hægt að treysta því að hún fari alls staðar með rétt mál um landnám. En sennilegast verður að teljast að fó...
Hvað er kadmín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur.Kadmín (e. cadmium) er frumefni númer 48 í lotukerfinu og er skammstöfun þess Cd. Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur með bræðslumarkið 321°C. Rafeindir á ysta hvolfi frumeindar kallast gildisrafeindir (e. valence electrons) og ræður skipan þeirra miklu um eiginleika fr...
Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?
Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?
Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur. Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungu...
Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?
Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...
Hver var Arkímedes og hvert var hans framlag til vísindanna?
Arkímedes var forngrískur vísindamaður frá Sýrakúsu á Sikiley. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði, auk þess sem hann var klókur uppfinningamaður og raunar frægastur sem slíkur í fornöld. Án nokkurs vafa telst hann einn snjallasti uppfinningamaður fornaldar en margir telja hann einnig einn merka...
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Hvernig litu landnámsmenn út?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Hversu djúpt niður á hafsbotn hafa menn farið?
Dýpsti staður hafsins er í Challenger-djúpinu í Maríana-djúpálnum í vestanverðu Kyrrahafi en þar eru alls rétt tæpir 11.000 m frá yfirborði sjávar niður á botn. Það dýpsta sem fólk hefur farið er niður á botn djúpsins og lengra verður ekki komist. Þegar þetta svar er skrifað, í júlí 2025, hafa alls 27 manns komið ...
Eru maurategundir ágengar á Íslandi?
Nær öll dýr sem finnast á Íslandi í dag námu land eftir síðustu ísöld.[1] Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi er ekki mjög heppileg fyrir landnám dýra[2] en landnám og búseta manna með tilheyrandi búfénaði, varningi og verslun við önnur lönd hefur auðveldað nýjum dýrategundum að berast til landsins. Öldum sam...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...