Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1489 svör fundust
Hvenær verður teinn að öxli?
Þessa spurningu má skilja á mismunandi vegu. Til dæmis ræðst það af því hvernig orðin teinn og öxull eru túlkuð. Sumir telja til dæmis að sverleiki ráði því hvort sívalningur kallast öxull eða teinn. Spurningunni um hvernig greina skuli öxla frá teinum með tilliti til sverleika hefur verið svarað hér af Ólafi Páli...
Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?
Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...
Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Ath...
Móðir mín er spænsk listakona og ætlar að þýða hluta af Njáls sögu, getið þið hjálpað henni að skilja orðið gandreið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Móðir mín er spænsk listakona og elskar íslenska menningu og samfélag. Hún las Njáls sögu í fyrra sumar og núna ætlar hún að þýða hluta af sögunni á spænsku og nota textann á nýja listaverkið sitt. En hún er með spurningu sem ég gat ekki svarað; kannski gætuð þið hjálpað...
Af hverju slást kettir þegar þeir hittast?
Það geta verið margar ástæður fyrir því að það kastast í kekki milli katta (Cattus domesticus). Sennilega má þó oftast rekja slagsmál þeirra til landamæradeilna en allir kettir, hvort sem þeir eru heimiliskettir eða villt kattadýr, helga sér óðal. Meðal villtra kattadýra er það nær algild regla að karldýrin he...
Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?
Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...
Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?
Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar. Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal ...
Hvað er krossferð?
Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frel...
Hvernig gekk gestum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar á Egilsstöðum?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Egilsstöðum laugardaginn 26. maí 2018. Vísindavefur HÍ lagði þar þrautir fyrir íbúa Egilsstaða og aðra gesti. Í þetta skiptið voru þrautirnar átta talsins. Flestum tókst að raða saman teningnum en fæstir réðu við Gátu Einsteins. Þær Tinna Sóley Hafliðadóttir og ...
Hver er sönnun þess að Leifur heppni fann Ameríku?
Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur svarað hér á Vísindavefnum spurningunni Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur eða Bjarni Herjólfsson? Þar segir hann að ekkert sé hægt að fullyrða um hver fann Ameríku fyrstur norrænna manna. Fornleifauppgröftur í L’Anse aux Meadows á Nýfundnala...
Get ég rökfræðilega sagt "Ég er lygari"?
Þótt einhver sé lygari er ólíklegt að viðkomandi ljúgi alltaf. Jafnvel harðsvíruðustu lygarar segja stundum satt, þó ekki væri nema vegna þess að þeir vita þá ekki betur. Þannig getur einhver sem segir oft ósatt sagt “Ég er lygari” og sagt satt í það skiptið. Viðkomandi er þá að segja okkur satt frá því að hún ljú...
Er til mynd eða teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til mynd/málverk/teikning af Öskju fyrir eldgosið 1875? Var þarna strýtulaga fjall svipað og Vesuvius? Það er engin mynd til af Öskju fyrir gosið árið 1875. Það er til lýsing af Öskju frá því að Björn Gunnlaugsson (1788–1876) landmælingamaður kom í Öskju, fyrstur manna, árið...
Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?
Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...
Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?
Nú er spurt um gullöld grískrar heimspeki. Hugtakið ‘blómatími’, eins og ‘gullöld’ og önnur áþekk hugtök, er fyrst og fremst merkimiði sem við höfum búið til og notum til þess að upphefja ákveðið tímabil sem okkur þykir af einhverjum ástæðum mikið til koma. Við köllum eitthvert tímabil í sögu heimspekinnar blómatí...
Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?
Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...