Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 882 svör fundust
Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?
Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig tá...
Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur orðið gyllinæð? Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð: Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi. Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í ...
Hvernig verkar sólarrafhlaða?
Ljósspennurafhlöð (e. photovoltaic cells) eru tól sem umbreyta sólarljósi (ljósorku) beint í raforku. Þau eru gerð úr hálfleiðurum. Nánar má lesa um þá í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er hálfleiðari? Þegar skeytt er saman hálfleiðurum með annars vegar n-leiðni og hins vegar p-leiðni eru mynduð svo...
Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?
Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...
Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?
Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...
Hvaða rannsóknir hefur Kristín Loftsdóttir stundað?
Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kr...
Er hægt að fara rangt með staðreyndir?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að fara rangt með staðreyndir, eins og oft er talað um? Er staðreynd ekki í eðli sínu rétt? Þetta er skemmtileg og beitt spurning sem bendir á hvernig sum orðatiltæki sem við grípum til geta verið órökrétt þegar að er gáð. Auðvitað er það þannig að ef maður fer rangt m...
Hvernig stendur á því að sólstafir eru ekki allir lóðréttir, heldur eins og blævængur á hvolfi?
Sólstafir myndast þegar sólin skín gegnum göt í skýjaþykkninu og geislar hennar ná að lýsa upp loftið í samanburði við dekkri bakgrunn. Af þessu leiðir að stefna þeirra er beint frá sól. Hér á norðurslóð eru þeir því aldrei lóðréttir heldur getur frávik þeirra frá láréttu mest orðið um 50° á Suðurlandi en nokkrum ...
Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...
Hvað þýðir orðasambandið per se?
Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...
Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...
Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?
Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir: Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þei...
Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...
Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?
Talið er að fjöldi dýrategunda sem lifa í sjónum sé aðeins á bilinu 145.000 - 180.000. Þetta er aðeins um 10-12% af heildarfjölda dýrategunda, en í dag eru þekktar um það bil 1,5 milljón tegundir dýra. Stærstur hluti sjávardýra tilheyrir fylkingu hryggleysingja (Protochordata). Þar eru lindýr (Mollusca) og krab...