Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1132 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er taugaveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann? Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heiti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?

Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kakkalakkar flogið?

Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og er...

category-iconEfnafræði

Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?

Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona skrýtin lykt af gufunni á Hellisheiði?

Lyktin frá borholum á Hellisheiði stafar af brennisteinsvetni (H2S) í gufunni, en það er litlaus, baneitruð og eldfim lofttegund. Sagt er að þefskynið taki öllum mælitækjum fram við að greina mjög lítinn styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu, en aukist styrkurinn hættir nefið að skynja lyktina og jafnframt ver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er tómarúm? Er tómarúm „efni“?

Á síðustu öld var talið að allt rúmið væri fyllt með undarlegu efni sem menn kölluðu ljósvaka. Í upphafi aldarinnar varð eðlisfræðingum svo ljóst að ljósvakinn er ekki til og því ætti rúmið að vera tómt. En samkvæmt nútímaeðlisfræði er tómarúmið fjarri því að vera tómt! Ef allar agnir og eindir væru fja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er púður gert?

Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? er fjallað um púður. Þar segir meðal annars:Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprengi...

category-iconJarðvísindi

Af hverju falla snjóflóð?

Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?

Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?

Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að svitna í vatni?

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni. Staðreyndin er sú að þ...

category-iconVeðurfræði

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

Fleiri niðurstöður