Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4724 svör fundust

category-iconLögfræði

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?

Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir finnast í Viðey og hvað getur jarðfræðin sagt um okkur um sögu eyjunnar?

Viðey hefur verið sögustaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar var klaustur reist á 13. öld og eyjan kom mikið við sögu á tímum siðaskiptanna. Rétt upp af núverandi bátalægi standa einar elstu byggingar landsins, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, byggðar upp úr miðri átjándu öld. Austast á eyjunni byggðist upp lítið ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?

Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?

Í Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Spurt er hvaða teningum maður eigi að halda eftir ef við viljum bara fá sem hæsta summu á teningana fimm. Eðlilegt er að segja að sú leikaðferð sé best sem gefur hæ...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja atburð?

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru heilar og ræðar tölur?

Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um jafnhleðslusýrustig prótíns?

Amínósýrur eru byggingarefni prótínsameinda og sumar þeirra hafa hlaðna virknihópa. Yfirborð prótína hefur því hleðslu sem fer eftir fjölda og gerð amínósýranna og sýrustigi lausnarinnar. Jafnhleðslusýrustig (pI) er það sýrustig þar sem heildarhleðsla prótíns er núll. Við sýrustig neðar en pI viðkomandi prótíns e...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?

Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?

Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum. Erlent fjármagn getur flætt til ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist ef möttulstrókurinn undir Íslandi hættir allt í einu að virka?

Heitir reitir nefnast svæði á yfirborði jarðar sem standa hátt yfir umhverfi sitt og einkennast af hlutfallslega mikilli eldvirkni, það er kvikuframleiðslu. Orsök heitra reita hugsa menn sér að séu möttulstrókar, súlulaga efnismassar sem ná djúpt niður í jarðmöttulinn. Ef möttulstrókurinn „hættir að virka“ þá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?

Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp straujárnið?

Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...

Fleiri niðurstöður