Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

Helgi Björnsson

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:
  • Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna?
  • Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna?
  • Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá?
  • Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar í Evrópu myndu bráðna?

Ef allur ís á jörðinni bráðnaði myndi hækka um 65 m í heimshöfum. Framlag ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu yrði 58 m, þar af 7 m frá vesturhluta þess, sem er jafnt því sem Grænlandsjökull legði til. Vatn frá jöklum utan heimskautasvæða næmi aðeins til 0,5 m. Gert hefur verið kort sem sýnir hvernig strönd Evrópu liti þá út - sjá mynd hér fyrir neðan. Danmörk, Holland og Belgía og norðurstönd Póllands væru þá á kafi og einnig austurhluti Englands. Á Íslandi lægi sjór yfir Reykjanesi og undirlendi Suðurlands. Strandbæir umhverfis allt landið yrðu þá á sjávarbotni. Efsti hluti Hallgrímskirkjuturns risi upp úr sjó og kannski bryddi aðeins á topp Perlunnar. En þetta er fantasía. Engar líkur eru taldar á því að allir jöklar á jörðinni hverfi.

Ef allur ís á jörðinni bráðnar og sjávarborð hækkar um 65 m fara stór svæði undir vatn. Engar líkur eru hins vegar taldar á því að allir jöklar á jörðinni hverfi.

Það sem menn óttast nú á dögum er að á næstu hundrað árum gæti sjávarborð hafa risið um 50 cm, jafnvel allt að 2 m. Strandrof myndi aukast og láglendi fara á kaf um allan heim. Það ylli gífurlegum vandræðum fyrir hundruð milljóna manna sem búa á strandsvæðum meginlanda og Kyrrahafseyjum. Sjór myndi ganga inn á suðvesturhorn Íslands og valda þar tjóni í þéttbýli við sjávarsíðuna. Við suðausturströnd Íslands gæti landris vegna rýrnunar Vatnajökuls þó vegið upp hækkun sjávar svo að núverandi fjörumörk yrðu yfir sjávarborði.

Sjávarborð jarðar er nú að meðaltali um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári. Helmingur af þessari hækkun er vegna þess að hafið hefur hitnað og þanist út. Hinn helmingurinn stafar af því að jöklar bráðna um allan heim, reyndar mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar hafa látið verulega á sjá í Ölpunum, Skandinavíu, í Norður-Ameríku, Nýja-Sjálandi, á hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst hins vegar rýrnun jökla á Grænlandi og vesturhluta Suðurskautslandsins verulega og nú er svo komið framlag þeirra til hækkunar sjávarborðs er orðið jafnt jökla utan heimskautasvæða. Þá sýna mælingar stöðugt hraðari rýrnun heimskautajökla. Það vekur mönnum ugg um svo gæti farið að sjávarborð rísi enn hraðar en spáð hefur verið til þessa.

Mynd:

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

6.3.2017

Spyrjandi

Bjarki, Lilja Guðmundsdóttir, Baldur Hannesson, Agnes Ósk Marzellíusardóttir, Víkingur Víkingsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62465.

Helgi Björnsson. (2017, 6. mars). Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62465

Helgi Björnsson. „Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62465>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:

  • Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna?
  • Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna?
  • Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá?
  • Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar í Evrópu myndu bráðna?

Ef allur ís á jörðinni bráðnaði myndi hækka um 65 m í heimshöfum. Framlag ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu yrði 58 m, þar af 7 m frá vesturhluta þess, sem er jafnt því sem Grænlandsjökull legði til. Vatn frá jöklum utan heimskautasvæða næmi aðeins til 0,5 m. Gert hefur verið kort sem sýnir hvernig strönd Evrópu liti þá út - sjá mynd hér fyrir neðan. Danmörk, Holland og Belgía og norðurstönd Póllands væru þá á kafi og einnig austurhluti Englands. Á Íslandi lægi sjór yfir Reykjanesi og undirlendi Suðurlands. Strandbæir umhverfis allt landið yrðu þá á sjávarbotni. Efsti hluti Hallgrímskirkjuturns risi upp úr sjó og kannski bryddi aðeins á topp Perlunnar. En þetta er fantasía. Engar líkur eru taldar á því að allir jöklar á jörðinni hverfi.

Ef allur ís á jörðinni bráðnar og sjávarborð hækkar um 65 m fara stór svæði undir vatn. Engar líkur eru hins vegar taldar á því að allir jöklar á jörðinni hverfi.

Það sem menn óttast nú á dögum er að á næstu hundrað árum gæti sjávarborð hafa risið um 50 cm, jafnvel allt að 2 m. Strandrof myndi aukast og láglendi fara á kaf um allan heim. Það ylli gífurlegum vandræðum fyrir hundruð milljóna manna sem búa á strandsvæðum meginlanda og Kyrrahafseyjum. Sjór myndi ganga inn á suðvesturhorn Íslands og valda þar tjóni í þéttbýli við sjávarsíðuna. Við suðausturströnd Íslands gæti landris vegna rýrnunar Vatnajökuls þó vegið upp hækkun sjávar svo að núverandi fjörumörk yrðu yfir sjávarborði.

Sjávarborð jarðar er nú að meðaltali um 20 cm hærra en það var fyrir hundrað árum og það rís um 3,4 mm á hverju ári. Helmingur af þessari hækkun er vegna þess að hafið hefur hitnað og þanist út. Hinn helmingurinn stafar af því að jöklar bráðna um allan heim, reyndar mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar hafa látið verulega á sjá í Ölpunum, Skandinavíu, í Norður-Ameríku, Nýja-Sjálandi, á hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst hins vegar rýrnun jökla á Grænlandi og vesturhluta Suðurskautslandsins verulega og nú er svo komið framlag þeirra til hækkunar sjávarborðs er orðið jafnt jökla utan heimskautasvæða. Þá sýna mælingar stöðugt hraðari rýrnun heimskautajökla. Það vekur mönnum ugg um svo gæti farið að sjávarborð rísi enn hraðar en spáð hefur verið til þessa.

Mynd:

...