Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1109 svör fundust
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?
Uppprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt. Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líka...
Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?
Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...
Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?
Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...
Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Er morgunverður mikilvægasta máltíð dagsins? Hefur næringarfræðin eitthvað um það að segja? Til að svara spurningunni var framkvæmd leit í gagnagrunninum PubMed.gov þann 6.12.2022 með leitarstrengnum „breakfast AND health“. Þannig fannst 31 safngreining (e. meta-analysis) og ...
Er hægt að sanna að mengi rauntalna, R, taki enda?
Svarið er nei; fullyrðingin er röng og því ekki von að hægt sé að sanna hana. Rauntölur eru allar þær tölur sem unnt er að skrifa sem óendanlega summu eða til dæmis sem óendanlegt tugabrot. Þar á meðal eru tölur sem hægt er að skrifa sem endanlega summu því að við getum alltaf bætt núllum við slíka summu til a...
Hvernig hljómar bænin „Faðir vor“ á málinu sem Jesús sagði hana á?
Jesús kenndi lærisveinunum bænina Faðir vor, oft kölluð faðirvorið, þegar þeir báðu hann um að kenna sér að biðja. Flestir þekkja bænina á okkar ástkæra ylhýra tungumáli: Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort dagle...
Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?
Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...
Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...
Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...
Hvers vegna geta þrjár heilar tölur í röð ekki verið allar frumtölur?
Ástæðan fyrir þessu liggur í að eina slétta frumtalan er 2. Við munum að frumtölurnar eru þær heilu tölur sem eru stærri en 1, og má aðeins skrifa sem margfeldi af 1 og sjálfri sér. Þannig er 2 frumtala, og 3 líka, en ekki 4 af því hún er jöfn 2∙2. Allar sléttar tölur má skrifa á forminu 2∙n, þar sem n...
Er hraði ljóssins breytilegur?
Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...
Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?
Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...
Er það satt að Ítalir verði áfram jafnsvangir ef þeir borða bæði pasta og antipasta?
Spyrjandi veit sem er að ekkert efni verður eftir þegar efni (matter) og andefni (antimatter) koma saman í jafnstórum skömmtum. Spurningin er því fullkomlega eðlileg og má búast við að hún hafi valdið spyrjanda miklum áhyggjum og kannski minnkandi matarlyst. Honum hefur þó líklega ekki dottið í hug að gera einfald...
Hvað er helmingunartími?
Hér verður einnig svarað spurningunni Hvað er hrörnunarstuðull? Stærðirnar helmingunartími (half-life) og hrörnunarstuðull eða sundrunarstuðul (decay constant) eru notaðar í tengslum við svokallaða veldishrörnun eða vísishrörnun (exponential decay). Veldisvöxtur kallast það þegar stærð vex á hraða sem er í...