Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3307 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? Er til lækning við skalla?

Hárlos getur stafað af ýmsum orsökum, til dæmis miklum veikindum eða streitu. Erfðir eru þó ein algengasta orsök hárloss. Talað er um kynháðar erfðir þegar gen erfast jafnt með báðum kynjum en svipgerðaráhrif þess koma fram á mismunandi hátt hjá kynjunum. Skalli er dæmi um kynháðar erfðir. Bæði kynin geta fengið...

category-iconJarðvísindi

Hvað er grunnstingull í ám og hvernig myndast hann?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Í Mývatnssveit er talað um að eftir virkjun Laxár myndist ekki grunnstingull í henni. Hvað er og hvernig myndast svonefndur grunnstingull í ám? Sigurjón Rist vatnamælingamaður lýsti þessu svo:Frá náttúrunnar hendi fer rennsli úr Mývatni um grunnan flóa, sem heitir Breiða,...

category-iconHugvísindi

Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?

Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp klósettpappírinn?

Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei al...

category-iconFélagsvísindi

Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?

Í þeim löndum sem tekið hafa upp evruna (€) eru allir evrupeningar gjaldgengir, bæði seðlar og mynt. Myntirnar eru mismunandi eftir því í hvaða landi þeim er dreift í upphafi, en þær gilda engu að síður í öllum evrulöndum. *** Evruseðlarnir eru allir eins og eru til seðlar með verðgildi frá 5 evrum upp í 50...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til mörg hestakyn?

Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?

Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

category-iconJarðvísindi

Hvernig urðu Stóra- og Litlavíti hjá Þeistareykjum til?

Þeistaraeykjabunga er dyngja, mynduð fyrir rúmlega 10.000 árum. Um dyngjur segir Þorleifur Einarsson í bók sinni Myndun og mótun lands (1991: 65): Dyngjur eru flatir og reglulegir hraunskildir úr þunnum hraunlögum, sem myndast við flæðigos, er þunnfljótandi hraunkvika streymir upp um kringlótt gosop mánuðum e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?

Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?

Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hveitibjöllur?

Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu vel heyra kettir?

Heyrn katta nær yfir óvenju breitt tíðnisvið. Lægsta tíðni sem þeir heyra er um 20 Hz (en Hz táknar bylgjur á sekúndu) sem er nokkuð svipað og hjá okkur mannfólkinu. Hins vegar skynja kettir hljóðbylgjur af óvenju hárri tíðni, eða allt að 65 þúsund Hz. Til samanburðar eru hærri mörk heyrnar hjá mannfólkinu í kring...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

category-iconVísindi almennt

Af hverju eru Ísraelar og Tyrkir þátttakendur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva?

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er haldin á vegum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (e. European Broadcasting Union) og er opin öllum þeim löndum sem eiga fulla aðild að sambandinu. Þrátt fyrir nafnið er aðild að sambandinu ekki bundin við Evrópu eingöngu og því geta lönd utan Evrópu tekið þátt í söngvakep...

Fleiri niðurstöður