Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er hætta á því að jörðin sogist að sólinni og springi?

Nei, svo lengi sem jörðin og aðrar reikistjörnur halda hraða sínum, þá eru þær á sporbaugshreyfingu umhverfis sólina en falla ekki að henni. Sólkerfið okkar varð til fyrir um fimm milljörðum ára þegar risastórt gas- og rykský fór að falla saman. Skýið var í upphafi á örlitlum snúningi sem magnaðist þegar það fé...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mega hundar éta kattamat?

Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda. Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþö...

category-iconEfnafræði

Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?

Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...

category-iconHagfræði

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kreppa?

Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað. Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?

Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur. Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvert fer kúkurinn í flugvélum?

Klósett í flugvélum eru frábrugðin hefðbundnum klósettum með vatnskassa sem Vesturlandabúar nota alla jafna á jörðu niðri. Í stað vatns og þyngdarafls sér lofttæmibúnaður og sótthreinsandi vökvi um að tæma skálina í flugvélaklósettum. Í járnbrautarlestum fyrr á tíð rann saur og annar úrgangur beint niður á tein...

category-iconSálfræði

Hvað er geðshræringin viðbjóður?

Þegar leitað er í huganum að einhverju sem vekur viðbjóð kemur okkur líklega fyrst í hug það sem lyktar illa eða er vont á bragðið. Ef við veltum þessu eilítið betur fyrir okkur vekur það ef til vill líka viðbjóð með okkur að fólk hegði sér ósiðlega eða jafnvel að það hafi tilteknar skoðanir. Rannsóknir fræðim...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?

Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sjórinn saltur?

Þetta er í aðalatriðum af því að árnar sem renna í sjóinn flytja með sér salt úr jarðlögunum sem þær renna um. Saltið tekur hins vegar ekki þátt í hringrás vatnsins og fylgir ekki vatninu þegar það gufar upp úr sjónum. Þess vegna safnast saltið fyrir í sjónum smám saman. Um þetta má lesa meira á Vísindavefnum m...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconLögfræði

Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?

Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?

Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?

Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?

Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...

Fleiri niðurstöður