Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna hafa Bandaríkin stutt Ísrael eins og raun ber vitni, meðan mörg önnur ríki fordæma brot Ísraels á alþjóðasamþykktum?
Stuðning Bandaríkjanna við Ísrael má skýra að miklu leyti með hinum miklu áhrifum, sem fólk af Gyðingaættum hefur í Bandaríkjunum, ekki síst í fjölmiðlum og stjórnmálum. Bandarískum Gyðingum hefur vegnað þar mjög vel. Það virðist vera svo erfitt að öðlast stjórnmálaframa í Bandaríkjunum í óþökk Gyðinga, að enginn ...
Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?
Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...
Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?
Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...
Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?
Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Hvað er svona merkilegt við daginn eftir hvítasunnu?
Sami spyrjandi spurði líka um þetta: Þar sem ekki er aðskilnaður ríkis og kirkju hér, get ég svo sem skilið hvers vegna hvítasunnan er frídagur (enda líka sunnudagur hvort sem er) en hvers vegna er næsti dagur á eftir líka frídagur, með tilheyrandi lokunum á opinberum stofnunum og öllum þeim óþægindum sem því ...
Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?
Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...
Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...
Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?
Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Hvað er samfélagsábyrgð?
Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...