Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4509 svör fundust
Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða dýr eru núna í útrýmingarhættu? Höfundur þessa svars hefur þegar svarað nokkrum spurningum á Vísindavefnum um sjaldgæf dýr og dýr í útrýmingarhættu:Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?Hvaða sjávardýr...
Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?
Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...
Hvað er San Andreas sprungan?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endi...
Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?
„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurin...
Í hvaða gosi myndaðist hraunið hjá Landmannalaugum og hvaða ár?
Laugahraun er eitt af meira en 10 hrafntinnu- og líparíthraunum sem runnið hafa eftir ísöld á Torfajökulssvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen „fann“ þrjú þeirra seint á 19. öld og lýsti í ferðabók sinni og víðar — það voru Laugahraun, Námshraun og Dómadalshraun — en síðan hafa margir skrifað um þessi hraun og almennt um ...
Hvað eru margir þríburar á Íslandi?
Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili. Á vef Hagstofu Íslands má nálga...
Hvað eru 296 dollarar margar krónur?
Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands. Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 1...
Hvað eru vúlkönsk eldgos?
Gos sumra eldstöðva einkennast af stökum kröftugum sprengingum. Milli þeirra geta liðið mínútur eða klukkustundir, en hver sprenging getur staðið í nokkrar mínútur og myndað gosmökk sem nær allt að 20 kílómetra hæð. Þetta eru vúlkönsk gos, nefnd eftir ítölsku eldfjallaeynni Vulcano. Kvikan er yfirleitt ísúr og því...
Hvað eru limrur og hvernig eru þær ortar?
Limra er bragarháttur sem kom upp í enskum skáldskap á fyrri hluta 19. aldar. Á ensku nefnst limrur limerick en uppruni orðsins er ekki kunnur. Á Írlandi er til borg með sama nafni. Fyrstu prentuðu limrurnar birtust í bókunum Anecdotes and Adventures of Fifteen Young Ladies og The History of Sixteen Wonderful Old ...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...
Eru fleiri kindur en mannfólk í heiminum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hæ hæ, ég heyrði eitt sinn að fjöldi kinda væri mun meiri en fjöldi manna hér á Íslandi. Vitið þið nákvæmar tölur? Samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) var áætlað að árið 2016 hafi sauðfé í heiminum talið rúmlega 1,17 milljarða. Á sam...
Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...
Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?
Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...