Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1817 svör fundust
Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...
Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?
Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...
Hver var Árni Friðriksson og hvert var hans framlag til vísindanna?
Árni Friðriksson er einn af merkustu frumkvöðlum í rannsóknum á lífríki hafsins hér við land. Árni var Vestfirðingur, fæddur þann 22. desember 1898. Hann gekk í barnaskóla í tvo vetur hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri sem veitti honum nauðsynlegan undirbúning fyrir menntaskóla. Árið 1920 hóf hann nám í stærð...
Hvenær var farið að nota reiðhjól á Íslandi?
Fyrstu fregnir af reiðhjólum sem vitað er til að hafi birst hérlendis á prenti eru þegar orðið hjólhestur er notað í grein um „Atgervi kvenna“ árið 1887 í Fjallkonunni. Í greininni eru rök færð fyrir því að þrátt fyrir allt geti konan nú ýmislegt og jafnvel í sumum tilvikum skarað fram úr karlmönnum. Ein kona...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hver var Jósef Stalín?
Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...
Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?
Víkingar fundu mýrarauða ekki í vötnum heldur finnst járnið í mýrum, eins og nafnið bendir til. Rauðablástur að hætti víkinga var stundaður í Skandinavíu, Finnlandi og í Eystrasaltslöndum, þar sem járnið finnst í mýrum („myrmalm“ er skandinavíska heitið), en í Danmörku var það unnið úr ýmis konar hörðu seti. ...
Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!
Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...
Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?
Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...
Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?
Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins. ...
Hvaða hlutabréf er best að kaupa?
Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...
Hver er hæsta frumtalan?
Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...
Hvenær var fyrsti bangsinn framleiddur?
Bangsinn er leikfang barna og ekki er hægt að svara með fullri vissu hvaða leikföng börn hafi haft á öllum tímum hvar í heiminum sem er. Leikföng á borð við gæludýr eru menningarbundin og lýsa ríkjandi viðhorfum til umhverfisins. Þannig hygg ég að almennt hafi eftirlíking rándýra sem gátu verið manninum hættuleg, ...