Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3729 svör fundust
Sá Jónas Hallgrímsson einhvern tímann eldgos (sbr. ljóðið Fjallið Skjaldbreiður)?
Við lestur ljóðsins „Fjallið Skjaldbreiður“ eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mætti ætla að skáldið hafi orðið vitni að eldgosi. Í ljóðinu segir meðal annars: Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga ma...
Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?
Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...
Geta dýr dáið úr ástarsorg?
Atferlis- og dýrafræðingar hafa lengi rannsakað tilfinningalíf dýra. Hinn kunni náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) fjallaði meðal annars um slíkt í ritum sínum. Það er vel þekkt að dýr sýna tilfinningar eins og reiði og ýmis tilbrigði við gleði. Einnig eru sterkar vísbendingar um að dýr sýni þá tilfinn...
Hvað er atómmassaeining?
Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi. Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er tá...
Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda. Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars...
Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?
Hér er einnig fleiri spurningum svarað: Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason). Í erfðaefni okka...
Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?
Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...
Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?
Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Hver fann upp kúlupennann?
Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld. Amerískur sútari að nafni John J. Loud (1844-1916) fékk einkaleyfi fyrir kúlupenna árið 1888 en hann hafði gert tilraunir til að skrifa með honum á leður. Penninn virkaði á leður og annað gróft yfirborð eins og Loud hafði haft í huga. Aftur á móti virkaði hann ekki vel...
Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...
Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?
Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra. Í áðurnefndu svari kemur einnig fram a...
Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið?
Í Handbók Íslensku kirkjunnar (Reykjavík 1981) sem prestar þjóðkirkjunnar notast við eru fyrir aðfangadagskvöld gefnir upp tveir valmöguleikar, annars vegar Lúkasarguðspjall 2:1-14 og hins vegar Jóhannesarguðspjall 1:1-5 auk þess sem 14. vers er haft þar með. Það fyrrnefnda (Lúk 2:1-14) er svofellt í nýjustu þ...